Sæðisofnæmi hrjáir oftast konur milli tvítugs og þrítugs Sigga Dögg skrifar 17. október 2013 10:00 Einkenni sæðisofnæmis eru oftast staðbundin við skapabarma og/eða leggöng og líkjast einkennum sveppasýkingar. Nordicphotos/getty ?Mig langar að vita meira um eitt mál sem ég hreinlega á erfitt með að trúa að sé til og það er sæðisofnæmi. Kærasta mín segist vera með það. Ég má bara helst ekki fá það inni í henni því hún segir að sig svíði og það sé vont. Ég hef prófað að nota smokkinn og þá finnur hún ekki til, ekki heldur ef ég tek hann út áður, en mér finnst þetta samt svolítið sérstakt og hef aldrei lent í þessu áður eða heyrt af þessu. Því spyr ég hvort þetta sé í alvöru til og er hægt að lækna þetta?Svar: Já, þetta er til og er rétt hjá kærustu þinni, hún getur verið með ofnæmi fyrir sæði. Nú vil ég byrja á því að taka það fram að ég er ekki læknir og ávallt er best að leita til læknis með kvilla sem herja á líkamann. Einkenni sæðisofnæmis eru oftast staðbundin við skapabarma og/eða leggöng og líkjast einkennum sveppasýkingar (kláði, bruna tilfinning og sviði). Þau koma oftast fram fimm til þrjátíu mínútum eftir samfarir með sáðláti. Þetta er talið frekar sjaldgæft og á það til að vera misgreint sem eitthvað annað, til dæmis sveppasýking. Til að greina sæðisofnæmi rétt þá er mælt með því að kanna hvort einkennin birtist þegar samfarir eru stundaðar með smokk og/eða þegar engar samfarir eru hafðar með typpi. Ef þetta er sæðisofnæmi þá ættu engin einkenni að birtast, eins og þið hafið nú þegar komist að. Það er talið að helmingur kvenna með sæðisofnæmi séu einnig með annað ofnæmi. Ofnæmið hrjáir oftast konur milli tvítugs og þrítugs og getur verið einstaklingsbundið (það er tengt einum manni) eða öllu sæði. Algengasta lækningin er að nota smokk. Ef það hentar ykkur ekki þá er til önnur lausn, kerfisbundin ónæming. Þar er smá útþynntum skömmtum af sæði mannsins sprautað í líkama konunnar. Til að byrja með þá látið þið smá skammta af sæði með reglulegu millibili inn í leggöng og svo smám saman stækka skammtarnir. Þá á einnig að vera er gott að stunda reglulega kynlíf (daglega eða annan hvern dag) án smokks til að byggja upp þol gegn sæðinu. Hafðu samt á bak við eyrað að þið þurfið bæði að vera til í þessa leið gegn ofnæminu og það getur verið vandasamt að stýra magni sæðis hverju sinni. Sumar konur virðast einfaldlega bara „læknast“ af ofnæminu, eins og það bara hverfi með aldrinum á meðan það virðist versna hjá öðrum. Sumir læknar segja að það sé gott að hafa ofnæmislyf við hendina og fá sér eina töflu fyrir samfarir. Ef lyf og smokkar henta ykkur ekki þá er spurning að hafa samband við ofnæmissérfræðing. Gangi ykkur vel.Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli þínu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu.kynlif@frettabladid.is Sigga Dögg Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira
?Mig langar að vita meira um eitt mál sem ég hreinlega á erfitt með að trúa að sé til og það er sæðisofnæmi. Kærasta mín segist vera með það. Ég má bara helst ekki fá það inni í henni því hún segir að sig svíði og það sé vont. Ég hef prófað að nota smokkinn og þá finnur hún ekki til, ekki heldur ef ég tek hann út áður, en mér finnst þetta samt svolítið sérstakt og hef aldrei lent í þessu áður eða heyrt af þessu. Því spyr ég hvort þetta sé í alvöru til og er hægt að lækna þetta?Svar: Já, þetta er til og er rétt hjá kærustu þinni, hún getur verið með ofnæmi fyrir sæði. Nú vil ég byrja á því að taka það fram að ég er ekki læknir og ávallt er best að leita til læknis með kvilla sem herja á líkamann. Einkenni sæðisofnæmis eru oftast staðbundin við skapabarma og/eða leggöng og líkjast einkennum sveppasýkingar (kláði, bruna tilfinning og sviði). Þau koma oftast fram fimm til þrjátíu mínútum eftir samfarir með sáðláti. Þetta er talið frekar sjaldgæft og á það til að vera misgreint sem eitthvað annað, til dæmis sveppasýking. Til að greina sæðisofnæmi rétt þá er mælt með því að kanna hvort einkennin birtist þegar samfarir eru stundaðar með smokk og/eða þegar engar samfarir eru hafðar með typpi. Ef þetta er sæðisofnæmi þá ættu engin einkenni að birtast, eins og þið hafið nú þegar komist að. Það er talið að helmingur kvenna með sæðisofnæmi séu einnig með annað ofnæmi. Ofnæmið hrjáir oftast konur milli tvítugs og þrítugs og getur verið einstaklingsbundið (það er tengt einum manni) eða öllu sæði. Algengasta lækningin er að nota smokk. Ef það hentar ykkur ekki þá er til önnur lausn, kerfisbundin ónæming. Þar er smá útþynntum skömmtum af sæði mannsins sprautað í líkama konunnar. Til að byrja með þá látið þið smá skammta af sæði með reglulegu millibili inn í leggöng og svo smám saman stækka skammtarnir. Þá á einnig að vera er gott að stunda reglulega kynlíf (daglega eða annan hvern dag) án smokks til að byggja upp þol gegn sæðinu. Hafðu samt á bak við eyrað að þið þurfið bæði að vera til í þessa leið gegn ofnæminu og það getur verið vandasamt að stýra magni sæðis hverju sinni. Sumar konur virðast einfaldlega bara „læknast“ af ofnæminu, eins og það bara hverfi með aldrinum á meðan það virðist versna hjá öðrum. Sumir læknar segja að það sé gott að hafa ofnæmislyf við hendina og fá sér eina töflu fyrir samfarir. Ef lyf og smokkar henta ykkur ekki þá er spurning að hafa samband við ofnæmissérfræðing. Gangi ykkur vel.Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli þínu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu.kynlif@frettabladid.is
Sigga Dögg Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira