Féll í miðri skvísupósu Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 24. október 2013 13:00 Hér er Pattra í afslöppun heima við í toppi úr H&M og buxum frá Monki. Tískugyðjan Pattra Sriyanonge vekur bæði athygli og aðdáun með tískubloggi sínu á Trendnet. Hún drakk í sig tískuáhugann með móðurmjólkinni. - Hefur þú alltaf haft áhuga á tísku? Já, alveg síðan ég fór að geta tjáð mig. Ein af mínum uppáhaldsbernskumyndum er af mér þriggja ára í hörjakkafötum með stærðarinnar myndavél um hálsinn. Móðir mín átti stóran þátt í tískuáhuga mínum og var dugleg að klæða mig upp á þegar ég var barn. Hún setti mig meðal annars í afklipptar Levi's-gallabuxur sem er í tísku enn í dag.– Hvað leggur þú áherslu á þegar þú bloggar? Ég skrifa um allt sem mér dettur í hug en bloggið er persónulegt og ég legg mikið upp úr því að vera ég sjálf. Tíska er vissulega í aðalhlutverki, í alls kyns formi. Annars hef ég mörg önnur áhugamál og hef til dæmis ótrúlega gaman af eldamennsku sem ég deili gjarnan á blogginu. – Hvaða hönnuðir eru í uppáhaldi? Um þessar mundir er Isabel Marant í algjöru uppáhaldi og ég bíð ofurspennt eftir því að fatalína hennar fyrir H&M komi í búðirnar. Einnig þykir mér Stella McCartney sérstaklega elegant og Marc Jacobs alltaf skemmtilegur, svo fáein séu nefnd. – Er einhver flík sem þú stenst ekki? Ég virðist ekki fá nóg af tvíeykinu fallegri yfirhöfn og vel sniðnum buxum. – Manstu skemmtilega tískuupplifun? Það var eftirminnilegt þegar klaufabárðurinn ég náði að detta með tilþrifum á Marc Jacobs/Coca-Cola-samkomu í Lundúnum síðasta vor. Agalega hressandi að hrasa í gólfið og rífa niður bakgrunnsskiltið í leiðinni þegar verið var að taka af mér skvísumynd. Að pósa getur reynst erfitt, greinilega. – Áttu þér uppáhaldsverslanir? Ég er fastagestur hjá Weekday, Wood Wood, Støy Munkholm og Samsøe & Samsøe, skandínavískar og flottar.– Eyðir þú miklu í fatakaup? Sennilega umfram þörf en ég reyni að taka skynsemina á þetta og hugsa mig vel og vandlega um áður en ég fjárfesti í flík, með misjöfnum árangri. Verandi búsett í Danmörku er þægilegt að geta skilað flíkum aftur í búðir og fengið endurgreitt fái maður bakþanka. Stundarbrjálæðiskaup geta þó komið fyrir besta fólk. – Hvort verslar þú meira á Íslandi eða í útlöndum? Fataverslanir á Íslandi eru margar hverjar glæsilegar þó svo ég heimsæki þær ekki oft. Hér á meginlandinu er samt algjörlega best að vera hvað fatakaup varðar; valmöguleikarnir og freistingarnar endalausar. Ég kaupi því nær allar mínar flíkur hér úti. Skoðaðu tískublogg Pöttru hér. Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Fleiri fréttir Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Sjá meira
Tískugyðjan Pattra Sriyanonge vekur bæði athygli og aðdáun með tískubloggi sínu á Trendnet. Hún drakk í sig tískuáhugann með móðurmjólkinni. - Hefur þú alltaf haft áhuga á tísku? Já, alveg síðan ég fór að geta tjáð mig. Ein af mínum uppáhaldsbernskumyndum er af mér þriggja ára í hörjakkafötum með stærðarinnar myndavél um hálsinn. Móðir mín átti stóran þátt í tískuáhuga mínum og var dugleg að klæða mig upp á þegar ég var barn. Hún setti mig meðal annars í afklipptar Levi's-gallabuxur sem er í tísku enn í dag.– Hvað leggur þú áherslu á þegar þú bloggar? Ég skrifa um allt sem mér dettur í hug en bloggið er persónulegt og ég legg mikið upp úr því að vera ég sjálf. Tíska er vissulega í aðalhlutverki, í alls kyns formi. Annars hef ég mörg önnur áhugamál og hef til dæmis ótrúlega gaman af eldamennsku sem ég deili gjarnan á blogginu. – Hvaða hönnuðir eru í uppáhaldi? Um þessar mundir er Isabel Marant í algjöru uppáhaldi og ég bíð ofurspennt eftir því að fatalína hennar fyrir H&M komi í búðirnar. Einnig þykir mér Stella McCartney sérstaklega elegant og Marc Jacobs alltaf skemmtilegur, svo fáein séu nefnd. – Er einhver flík sem þú stenst ekki? Ég virðist ekki fá nóg af tvíeykinu fallegri yfirhöfn og vel sniðnum buxum. – Manstu skemmtilega tískuupplifun? Það var eftirminnilegt þegar klaufabárðurinn ég náði að detta með tilþrifum á Marc Jacobs/Coca-Cola-samkomu í Lundúnum síðasta vor. Agalega hressandi að hrasa í gólfið og rífa niður bakgrunnsskiltið í leiðinni þegar verið var að taka af mér skvísumynd. Að pósa getur reynst erfitt, greinilega. – Áttu þér uppáhaldsverslanir? Ég er fastagestur hjá Weekday, Wood Wood, Støy Munkholm og Samsøe & Samsøe, skandínavískar og flottar.– Eyðir þú miklu í fatakaup? Sennilega umfram þörf en ég reyni að taka skynsemina á þetta og hugsa mig vel og vandlega um áður en ég fjárfesti í flík, með misjöfnum árangri. Verandi búsett í Danmörku er þægilegt að geta skilað flíkum aftur í búðir og fengið endurgreitt fái maður bakþanka. Stundarbrjálæðiskaup geta þó komið fyrir besta fólk. – Hvort verslar þú meira á Íslandi eða í útlöndum? Fataverslanir á Íslandi eru margar hverjar glæsilegar þó svo ég heimsæki þær ekki oft. Hér á meginlandinu er samt algjörlega best að vera hvað fatakaup varðar; valmöguleikarnir og freistingarnar endalausar. Ég kaupi því nær allar mínar flíkur hér úti. Skoðaðu tískublogg Pöttru hér.
Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Fleiri fréttir Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Sjá meira