Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson skrifar 24. október 2013 06:00 Afsakaðu mig dómari, ég neyðist til að hjóla beint í manninn, þú og hinir getið sparkað boltanum á milli ykkar á meðan. Í Fréttablaði þriðjudags er leikdómur eftir Jón Viðar Jónsson, um Hús Bernhörðu Alba í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Ein stjarna. Textinn sem birtist tengist gagnrýni ekki neitt. Hann er rætinn, illkvittinn og umfram allt dónalegur. Í einhverjum öðrum kosmós myndi Sigurður Pálsson gefa honum á kjaftinn fyrir svona tal. Til samanburðar má benda á gagnrýni Símonar Birgissonar í Djöflaeyjunni, þar sem hann er í grófum dráttum sammála Jóni Viðari um vankanta sýningarinnar, en það hljómaði eins og gagnrýni, ekki eins og árás. Ég hef alltaf haft gaman af Jóni Viðari sem gagnrýnanda. Svona eins og ég hef gaman af risaeðlum. Naut þess að lesa dóma eftir hann, þar sem verkið sem verið var að rýna var aldrei í aðalhlutverki, heldur forneskjulegur smekkur gagnrýnandans. En nú þegar hann skrifar fyrir mest lesna fjölmiðil landsins, þá er það kannski fullmikið af hinu góða. Gerpla, Macbeth og Englar alheimsins eru allt leiksýningar sem voru eins og ferskur blær í íslenskum sviðslistum. Ferskar, vandaðar, skemmtilegar og listrænar en á sama tíma aðgengilegar. Þær unnu allar til verðlauna, nutu vinsælda, og voru lofaðar í hástert. Jón Viðar hins vegar gaf þeim öllum falleinkunn. Mögulega ætti ritstjórn Fréttablaðsins að setja sérstakan merkimiða á leikdóma Jóns Viðars: „ATH! Gagnrýnandi hefur mjög undarlega og gamaldags sýn á leiklist og er þar að auki sísvangur og pirraður, eins og ísbjörn.“ En það er þekkt dæmi í sviðslistum á Íslandi að ef Jón Viðar gefur sýningu slæma dóma, þá er það afskrifað sem raus, en þegar hann er jákvæður eru dómarnir hengdir upp á vegg eins og verðlaun. Svona tvískinnungur gengur auðvitað ekki. Fyrr á árinu vann ég að verkinu Harmsögu, sem dramatúrg. Jón Viðar gaf fjórar stjörnur. Fyrst kættist ég, en svo hugsaði ég: „ansans, ekki vorum við að gera eitthvað ógurlega gamaldags og sterílt?“ Skoðanir Jóns Viðars á leikhúsi eru ekki faglegar viðurkenningar, heldur dægrastytting, „novelty items“, svona eins og að spyrja gamla og fúla karla hvað þeim finnst um internetið og farsíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson, Dóri DNA Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun
Afsakaðu mig dómari, ég neyðist til að hjóla beint í manninn, þú og hinir getið sparkað boltanum á milli ykkar á meðan. Í Fréttablaði þriðjudags er leikdómur eftir Jón Viðar Jónsson, um Hús Bernhörðu Alba í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Ein stjarna. Textinn sem birtist tengist gagnrýni ekki neitt. Hann er rætinn, illkvittinn og umfram allt dónalegur. Í einhverjum öðrum kosmós myndi Sigurður Pálsson gefa honum á kjaftinn fyrir svona tal. Til samanburðar má benda á gagnrýni Símonar Birgissonar í Djöflaeyjunni, þar sem hann er í grófum dráttum sammála Jóni Viðari um vankanta sýningarinnar, en það hljómaði eins og gagnrýni, ekki eins og árás. Ég hef alltaf haft gaman af Jóni Viðari sem gagnrýnanda. Svona eins og ég hef gaman af risaeðlum. Naut þess að lesa dóma eftir hann, þar sem verkið sem verið var að rýna var aldrei í aðalhlutverki, heldur forneskjulegur smekkur gagnrýnandans. En nú þegar hann skrifar fyrir mest lesna fjölmiðil landsins, þá er það kannski fullmikið af hinu góða. Gerpla, Macbeth og Englar alheimsins eru allt leiksýningar sem voru eins og ferskur blær í íslenskum sviðslistum. Ferskar, vandaðar, skemmtilegar og listrænar en á sama tíma aðgengilegar. Þær unnu allar til verðlauna, nutu vinsælda, og voru lofaðar í hástert. Jón Viðar hins vegar gaf þeim öllum falleinkunn. Mögulega ætti ritstjórn Fréttablaðsins að setja sérstakan merkimiða á leikdóma Jóns Viðars: „ATH! Gagnrýnandi hefur mjög undarlega og gamaldags sýn á leiklist og er þar að auki sísvangur og pirraður, eins og ísbjörn.“ En það er þekkt dæmi í sviðslistum á Íslandi að ef Jón Viðar gefur sýningu slæma dóma, þá er það afskrifað sem raus, en þegar hann er jákvæður eru dómarnir hengdir upp á vegg eins og verðlaun. Svona tvískinnungur gengur auðvitað ekki. Fyrr á árinu vann ég að verkinu Harmsögu, sem dramatúrg. Jón Viðar gaf fjórar stjörnur. Fyrst kættist ég, en svo hugsaði ég: „ansans, ekki vorum við að gera eitthvað ógurlega gamaldags og sterílt?“ Skoðanir Jóns Viðars á leikhúsi eru ekki faglegar viðurkenningar, heldur dægrastytting, „novelty items“, svona eins og að spyrja gamla og fúla karla hvað þeim finnst um internetið og farsíma.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun