Grænmetis-Sushi Marín Manda skrifar 25. október 2013 15:30 Ásthildur Björnsdóttir og eiginmaður hennar á góðri stundu. Ásthildur Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur og einkaþjálfari, heldur úti Facebook-síðunni Matur milli mála. "Það er mín ástríða að vera í eldhúsinu og það er búið að vera svo mikill áhugi á síðunni sem hvetur mig til að halda áfram,“ segir Ásthildur Björnsdóttir, sem nú býr í Rotterdam. Ástæðuna fyrir síðunni á Facebook segir hún vera viðskiptavinina á Íslandi, sem hún er með í fjarþjálfun en hún er bæði einkaþjálfari og hjúkrunarfræðingur að mennt. Það má segja að líf Ásthildar snúist mikið um heilsusamlegt líferni – hún er einnig að læra heilsumarkþjálfun við Institute for integrative nutrition í New York. Margar uppskriftanna á síðunni eru glútenlausar, mjólkurlausar, sykurlausar og án eggja. Hún segist hvorki nota hvítt hveiti né hvítan sykur heldur noti hún frekar banana, döðlur, hunang og annað slíkt til að fá sætuna. „Ég elda allan mat frá grunni því ég er bara svo forvitin að eðlisfari að ég vil vita nákvæmlega hvað ég er að bjóða fjölskyldunni að borða,“ segir hún að lokum. Grænmetis-Sushi Innihald 1½ bolli brún soðin hrísgrjón 2½ msk. brown rice vinegar (edik) 1½ msk. rice malt-síróp ½ tsk. sjávarsalt 2 noriblöð Fylling Til dæmis agúrkur, mangó, gulrætur, avokadó og ristuð sesamfræ.Aðferð Hrísgrjónum, ediki, sírópi og salti blandað saman. Dreift á noriblöðin – um 1½ cm af endanum fjær á að vera vera án hrísgrjóna – það svæði er notað til að loka rúllunni. Fyllingunni komið fyrir á endanum sem er næst þér og svo er bara að rúlla blöðunum upp. Byrjaðu á endanum næst þér, svona eins og þegar svefnpoka er rúllað saman. Gott er að bleyta aðeins tóma endann fjær þér svo að rúllan lokist betur saman. Borið fram með wasabi og sojasósu. Grænmetisréttir Sushi Uppskriftir Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fleiri fréttir Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Ásthildur Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur og einkaþjálfari, heldur úti Facebook-síðunni Matur milli mála. "Það er mín ástríða að vera í eldhúsinu og það er búið að vera svo mikill áhugi á síðunni sem hvetur mig til að halda áfram,“ segir Ásthildur Björnsdóttir, sem nú býr í Rotterdam. Ástæðuna fyrir síðunni á Facebook segir hún vera viðskiptavinina á Íslandi, sem hún er með í fjarþjálfun en hún er bæði einkaþjálfari og hjúkrunarfræðingur að mennt. Það má segja að líf Ásthildar snúist mikið um heilsusamlegt líferni – hún er einnig að læra heilsumarkþjálfun við Institute for integrative nutrition í New York. Margar uppskriftanna á síðunni eru glútenlausar, mjólkurlausar, sykurlausar og án eggja. Hún segist hvorki nota hvítt hveiti né hvítan sykur heldur noti hún frekar banana, döðlur, hunang og annað slíkt til að fá sætuna. „Ég elda allan mat frá grunni því ég er bara svo forvitin að eðlisfari að ég vil vita nákvæmlega hvað ég er að bjóða fjölskyldunni að borða,“ segir hún að lokum. Grænmetis-Sushi Innihald 1½ bolli brún soðin hrísgrjón 2½ msk. brown rice vinegar (edik) 1½ msk. rice malt-síróp ½ tsk. sjávarsalt 2 noriblöð Fylling Til dæmis agúrkur, mangó, gulrætur, avokadó og ristuð sesamfræ.Aðferð Hrísgrjónum, ediki, sírópi og salti blandað saman. Dreift á noriblöðin – um 1½ cm af endanum fjær á að vera vera án hrísgrjóna – það svæði er notað til að loka rúllunni. Fyllingunni komið fyrir á endanum sem er næst þér og svo er bara að rúlla blöðunum upp. Byrjaðu á endanum næst þér, svona eins og þegar svefnpoka er rúllað saman. Gott er að bleyta aðeins tóma endann fjær þér svo að rúllan lokist betur saman. Borið fram með wasabi og sojasósu.
Grænmetisréttir Sushi Uppskriftir Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fleiri fréttir Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira