Virðing Guðmundur Andri Thorsson skrifar 28. október 2013 10:14 Í Kjarnanum var fjallað um Kaupþingsmennina sem tóku stöðu gegn krónunni fyrir hrun og högnuðust stórkostlega á falli hennar – högnuðust persónulega á óförum þjóðarinnar. Lífeyrissjóðirnir – sem almenningur greiðir í af samviskusemi mánaðarlega – voru látnir taka stöðu með krónunni – veðja á að hún myndi ekki lækka, og væri gaman að heyra í þeim hagspekingum lífeyrissjóðanna sem stóðu fyrir þeirri spákaupmennsku fyrir hönd okkar sem þurfum nú að súpa seyðið af gengishruninu (sem varð ekki síst út af starfsemi Kaupþings) með ofsaverði á matvöru og peningum (vextir eru verðið sem við greiðum fyrir peningana í bönkunum).Stöðutakarnir Einn af þeim Kaupþingsmönnum sem högnuðust á því að taka stöðu gegn krónunni er nú forstjóri Auðar-kapítal, fjármálafyrirtækis sem víða um lönd var haft til marks um nýja kvenlega viðskiptahætti eftir hrun og fékk marga viðskiptavini sem stóðu í þeirri trú að sú fjármálastarfsemi færi fram á forsendum hinnar hagsýnu húsmóður, sem átti að vera andstæða bruðlgosanna í Kaupþingi. Fyrir dyrum stendur að sameina Auði og fyrirtæki í eigu lífeyrissjóðanna, sem á sínum tíma voru fíflaðir til að standa straum af stórbrotnum hagnaði Kaupþingsmanna, sem eins og við munum fengu líka gjaldeyrisforða þjóðarinnar hjá Davíð Oddssyni til að möndla eitthvað með og hefur aldrei spurst til þess gjaldeyrisforða síðan, en þjóðin hins vegar búið við gjaldeyrishöft í kjölfarið. Kaupþingsmaðurinn sem hagnaðist um rúmlega 157 milljónir króna á því að taka stöðu gegn krónunni – og okkur – á kostnað lífeyrissjóðanna – hann mun verða forstjóri hins nýja sameinaða fyrirtækis. Það fjármálafyrirtæki mun heita Virðing. Enginn er eyland. Við erum alltaf að taka okkur stöðu einhvers staðar í lífinu, með einhverjum og á móti einhverjum. Sá sem tekur stöðu gegn krónunni í því skyni að græða á falli hennar tekur um leið stöðu gegn kjörum almennings. Hann tekur stöðu með hækkandi verði á matvöru. Hann tekur stöðu með því að spítalar fái ekki rekstrarfé. Hann tekur stöðu með því að ekki sé sómasamlega búið að börnum. Hann tekur stöðu með því að gamalt fólki njóti ekki umönnunar. Hann tekur stöðu með því að sjúklingar fái ekki lyfin sín. Hann tekur stöðu með því að fjölskyldur fari á vonarvöl. Hann tekur stöðu með því að fólk missi húsin sín. Hann tekur stöðu með atvinnuleysi og landflótta. Sá sem tekur stöðu gegn íslensku krónunni telur það vera hagsmuni sína að kjör almennings versni. Hann heldur að það séu hagsmunir sínir að alls konar fólk, frændur og frænkur, gamlir skólafélagar, gamlir vinir og vinir vina, lendi í kröggum. Allt er þetta komið til af þeim misskilningi að lífið snúist um peninga. Of lengi höfum við haldið að ungu fólki þeirri römmu ranghugmynd að við séum hér á Jörðu í því skyni að græða peninga. Það eru meira að segja til menn sem halda því fram að það séu hagsmunir fjöldans að sem allra fæstir eigi sem allra mest og að sem allra flestir eigi sem allra minnst.Mannlegt vistkerfi Ekki trúa þeim. Við erum hér á Jörðu til þess að vaxa og vera í samfélagi hvert við annað, nærast og næra, gleðjast og gleðja, elska og vera elskuð, skapa, skoða, fræðast, fræða, missa, gráta og sakna, í einu orði sagt: lifa. Samfélagið er vistkerfi rétt eins og þau eru allt í kringum okkur í ríki náttúrunnar þegar maðurinn fer ekki að krukka í því. Þegar viðskipti fá að hafa eðlilegan gang í friði fyrir óvinum markaðarins á borð við auðræðissinna eru þau náttúrulegt ferli í samskiptum manna, hvort sem þau fara fram í formi vöruskipta eða greitt er með peningum. Samfélagið er þéttriðið net viðskipta og alls kyns tengsla; þar eru vissulega átök um hagsmuni og ágreiningur um leiðir. En þegar menn eru farnir að veðja á ófarnað samfélagsins – og reyna að stuðla að honum – til að „hagnast“, þ.e.a.s. fá meira fé handanna á milli, þá er um að ræða mikla ónáttúru sem bendir til þess að einhvers staðar sé pottur brotinn í viðskiptamenntun og bankamenningu á Íslandi. Þeir eru smám saman að tínast inn í viðtölin stöðutakarnir og viðskiptavildarhafarnir úr síðustu bólu og muldra einhvers konar afsökunarbeiðnir með nokkrum semingi en láta þess um leið gjarnan getið að allir hafi gert þetta og að þeir hafi ekki gert neitt ólöglegt. Enn virðast þeir ekki gera sér grein fyrir því að til er mannleg breytni sem lög ná ekki yfir og lögfræðingar hafa fátt að segja um umfram annað fólk. Enn virðast þeir ekki átta sig á því að sæmd fæst ekki keypt heldur verður til í verkum okkar og framgöngu og enginn á kröfu á því að njóta sæmdar fyrir það eitt að hafa verið duglegur að sanka að sér fé; og fyrir það eitt verður enginn í sjálfu sér virðingar verður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Í Kjarnanum var fjallað um Kaupþingsmennina sem tóku stöðu gegn krónunni fyrir hrun og högnuðust stórkostlega á falli hennar – högnuðust persónulega á óförum þjóðarinnar. Lífeyrissjóðirnir – sem almenningur greiðir í af samviskusemi mánaðarlega – voru látnir taka stöðu með krónunni – veðja á að hún myndi ekki lækka, og væri gaman að heyra í þeim hagspekingum lífeyrissjóðanna sem stóðu fyrir þeirri spákaupmennsku fyrir hönd okkar sem þurfum nú að súpa seyðið af gengishruninu (sem varð ekki síst út af starfsemi Kaupþings) með ofsaverði á matvöru og peningum (vextir eru verðið sem við greiðum fyrir peningana í bönkunum).Stöðutakarnir Einn af þeim Kaupþingsmönnum sem högnuðust á því að taka stöðu gegn krónunni er nú forstjóri Auðar-kapítal, fjármálafyrirtækis sem víða um lönd var haft til marks um nýja kvenlega viðskiptahætti eftir hrun og fékk marga viðskiptavini sem stóðu í þeirri trú að sú fjármálastarfsemi færi fram á forsendum hinnar hagsýnu húsmóður, sem átti að vera andstæða bruðlgosanna í Kaupþingi. Fyrir dyrum stendur að sameina Auði og fyrirtæki í eigu lífeyrissjóðanna, sem á sínum tíma voru fíflaðir til að standa straum af stórbrotnum hagnaði Kaupþingsmanna, sem eins og við munum fengu líka gjaldeyrisforða þjóðarinnar hjá Davíð Oddssyni til að möndla eitthvað með og hefur aldrei spurst til þess gjaldeyrisforða síðan, en þjóðin hins vegar búið við gjaldeyrishöft í kjölfarið. Kaupþingsmaðurinn sem hagnaðist um rúmlega 157 milljónir króna á því að taka stöðu gegn krónunni – og okkur – á kostnað lífeyrissjóðanna – hann mun verða forstjóri hins nýja sameinaða fyrirtækis. Það fjármálafyrirtæki mun heita Virðing. Enginn er eyland. Við erum alltaf að taka okkur stöðu einhvers staðar í lífinu, með einhverjum og á móti einhverjum. Sá sem tekur stöðu gegn krónunni í því skyni að græða á falli hennar tekur um leið stöðu gegn kjörum almennings. Hann tekur stöðu með hækkandi verði á matvöru. Hann tekur stöðu með því að spítalar fái ekki rekstrarfé. Hann tekur stöðu með því að ekki sé sómasamlega búið að börnum. Hann tekur stöðu með því að gamalt fólki njóti ekki umönnunar. Hann tekur stöðu með því að sjúklingar fái ekki lyfin sín. Hann tekur stöðu með því að fjölskyldur fari á vonarvöl. Hann tekur stöðu með því að fólk missi húsin sín. Hann tekur stöðu með atvinnuleysi og landflótta. Sá sem tekur stöðu gegn íslensku krónunni telur það vera hagsmuni sína að kjör almennings versni. Hann heldur að það séu hagsmunir sínir að alls konar fólk, frændur og frænkur, gamlir skólafélagar, gamlir vinir og vinir vina, lendi í kröggum. Allt er þetta komið til af þeim misskilningi að lífið snúist um peninga. Of lengi höfum við haldið að ungu fólki þeirri römmu ranghugmynd að við séum hér á Jörðu í því skyni að græða peninga. Það eru meira að segja til menn sem halda því fram að það séu hagsmunir fjöldans að sem allra fæstir eigi sem allra mest og að sem allra flestir eigi sem allra minnst.Mannlegt vistkerfi Ekki trúa þeim. Við erum hér á Jörðu til þess að vaxa og vera í samfélagi hvert við annað, nærast og næra, gleðjast og gleðja, elska og vera elskuð, skapa, skoða, fræðast, fræða, missa, gráta og sakna, í einu orði sagt: lifa. Samfélagið er vistkerfi rétt eins og þau eru allt í kringum okkur í ríki náttúrunnar þegar maðurinn fer ekki að krukka í því. Þegar viðskipti fá að hafa eðlilegan gang í friði fyrir óvinum markaðarins á borð við auðræðissinna eru þau náttúrulegt ferli í samskiptum manna, hvort sem þau fara fram í formi vöruskipta eða greitt er með peningum. Samfélagið er þéttriðið net viðskipta og alls kyns tengsla; þar eru vissulega átök um hagsmuni og ágreiningur um leiðir. En þegar menn eru farnir að veðja á ófarnað samfélagsins – og reyna að stuðla að honum – til að „hagnast“, þ.e.a.s. fá meira fé handanna á milli, þá er um að ræða mikla ónáttúru sem bendir til þess að einhvers staðar sé pottur brotinn í viðskiptamenntun og bankamenningu á Íslandi. Þeir eru smám saman að tínast inn í viðtölin stöðutakarnir og viðskiptavildarhafarnir úr síðustu bólu og muldra einhvers konar afsökunarbeiðnir með nokkrum semingi en láta þess um leið gjarnan getið að allir hafi gert þetta og að þeir hafi ekki gert neitt ólöglegt. Enn virðast þeir ekki gera sér grein fyrir því að til er mannleg breytni sem lög ná ekki yfir og lögfræðingar hafa fátt að segja um umfram annað fólk. Enn virðast þeir ekki átta sig á því að sæmd fæst ekki keypt heldur verður til í verkum okkar og framgöngu og enginn á kröfu á því að njóta sæmdar fyrir það eitt að hafa verið duglegur að sanka að sér fé; og fyrir það eitt verður enginn í sjálfu sér virðingar verður.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun