Netflixvæðing skaðar ekki sjónvarpsáhorf Þorgils Jónsson skrifar 2. nóvember 2013 09:00 Friðrik, Skarphéðinn og Freyr. Samkvæmt mælingum hefur áhorf á útsendingar sjónvarpsstöðvanna ekki dregist saman þrátt fyrir sífellt fleiri leiðir til að nálgast efni, til dæmis efnisveitur eins og Netflix. Þrátt fyrir að framboð á afþreyingarefni hafi aukist stórum skrefum síðustu ár, meðal annars með tilkomu efnisveita á borð við Netflix og aukins ólöglegs niðurhals, hefur áhorf á dagskrá sjónvarpsstöðvanna ekki dregist saman. Þetta segja forsvarsmenn stöðvanna og byggja á svokölluðum PPM-mælingum hjá Capacent. Freyr Einarsson, sjónvarpsstjóri 365, móðurfélags Fréttablaðsins, segir að samkvæmt áhorfsmælingum sé ekki að merkja neinar stórar breytingar. „Við erum með fleiri áhorfendur á stöðvarnar okkar núna en á sama tíma í fyrra. Það má að einhverju leyti rekja til þess að við bættum við einni stöð hjá okkur en við settum líka aukinn kraft í íslenska dagskrárgerð í haust og finnum að áhorfendur kunna að meta það.“ Auk þess segir Freyr að afkoman af sjónvarpsrekstri 365 í ár líti út fyrir verða betri en á síðasta ári og eins séu áskriftartölur sambærilegar við síðasta ár. Netflix og aðrar veitur hafi því ekki mikil áhrif á línulegt áhorf að hans mati. „Raunar er það mitt mat að Netflix, sem er í grunninn vídeóleiga, sé að koma verst niður á leigunum. Ég er líka á því að leigurnar hafi á sínum tíma verið miklu stærri en Netflix er í dag.“ Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Skjásins, tekur í sama streng og segir breytingarnar óverulegar. „Ég held að við séum á svipuðu róli og verið hefur síðustu tvö árin. Þetta er kannski ekki beint vaxtamarkaður en hefur haldið sér. Það er okkar reynsla alla vegana.“ Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri á RÚV, segir þessa þróun hafa haft hvað minnst áhrif á RÚV. „Það er aðallega vegna þess að efnisúrvalið hjá okkur er hvað frábrugðnast því sem er í boði, til dæmis á Netflix. Það er auðvitað ekkert innlent efni þar, þannig að bein áhrif á áhorf hjá okkur eru óveruleg.“ Skarphéðinn bætir því við að til lengri tíma litið geti efnisveitur haft áhrif á áhorf á útsendingar, en þá helst hvað varðar erlenda sjónvarpsþætti. „Því verður þá mætt með aukinni innspýtingu í innlenda dagskrárgerð og það er kannski jákvæð þróun.“ Netflix Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Þrátt fyrir að framboð á afþreyingarefni hafi aukist stórum skrefum síðustu ár, meðal annars með tilkomu efnisveita á borð við Netflix og aukins ólöglegs niðurhals, hefur áhorf á dagskrá sjónvarpsstöðvanna ekki dregist saman. Þetta segja forsvarsmenn stöðvanna og byggja á svokölluðum PPM-mælingum hjá Capacent. Freyr Einarsson, sjónvarpsstjóri 365, móðurfélags Fréttablaðsins, segir að samkvæmt áhorfsmælingum sé ekki að merkja neinar stórar breytingar. „Við erum með fleiri áhorfendur á stöðvarnar okkar núna en á sama tíma í fyrra. Það má að einhverju leyti rekja til þess að við bættum við einni stöð hjá okkur en við settum líka aukinn kraft í íslenska dagskrárgerð í haust og finnum að áhorfendur kunna að meta það.“ Auk þess segir Freyr að afkoman af sjónvarpsrekstri 365 í ár líti út fyrir verða betri en á síðasta ári og eins séu áskriftartölur sambærilegar við síðasta ár. Netflix og aðrar veitur hafi því ekki mikil áhrif á línulegt áhorf að hans mati. „Raunar er það mitt mat að Netflix, sem er í grunninn vídeóleiga, sé að koma verst niður á leigunum. Ég er líka á því að leigurnar hafi á sínum tíma verið miklu stærri en Netflix er í dag.“ Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Skjásins, tekur í sama streng og segir breytingarnar óverulegar. „Ég held að við séum á svipuðu róli og verið hefur síðustu tvö árin. Þetta er kannski ekki beint vaxtamarkaður en hefur haldið sér. Það er okkar reynsla alla vegana.“ Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri á RÚV, segir þessa þróun hafa haft hvað minnst áhrif á RÚV. „Það er aðallega vegna þess að efnisúrvalið hjá okkur er hvað frábrugðnast því sem er í boði, til dæmis á Netflix. Það er auðvitað ekkert innlent efni þar, þannig að bein áhrif á áhorf hjá okkur eru óveruleg.“ Skarphéðinn bætir því við að til lengri tíma litið geti efnisveitur haft áhrif á áhorf á útsendingar, en þá helst hvað varðar erlenda sjónvarpsþætti. „Því verður þá mætt með aukinni innspýtingu í innlenda dagskrárgerð og það er kannski jákvæð þróun.“
Netflix Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira