Quiz Up vinsælast í 30 löndum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. nóvember 2013 07:00 Skrifstofa Plain Vanilla. Starfsfólk undirbýr aukið álag á netþjóna eftir velgengni QuizUp. fréttablaðið/daníel „Við vorum með mjög miklar væntingar, en þetta fór gjörsamlega fram úr öllu sem okkur hafði órað fyrir,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri fyrirtækisins Plain Vanilla, sem er framleiðandi leiksins Quiz Up sem er nú einn vinsælasti tölvuleikur í appformi í heiminum í dag. Leikurinn var gefinn út klukkan tólf á hádegi á fimmtudag, í því 131 landi sem hafa aðgang að vefverslun Apple. Að meðaltali hafa 120 þúsund manns halað leiknum niður dag hvern síðan hann kom út. Leikurinn er vinsælasti spurningaleikurinn í vefverslun Apple í 30 löndum og vinsælasta fræðsluforritið í 16 löndum. Að sögn Þorsteins var megináherslan þó strax sett á Bandaríkjamarkað. „Langmesta samkeppnin á smáforritamarkaðnum er í flokki ókeypis smáforrita í Bandaríkjunum. Á þann markað koma um þúsund ný forrit dag hvern. Við leggjum mesta áherslu á þann markað.“ Strax á fyrsta degi komst Quiz Up í 26. sæti í þeim flokki. Á föstudeginum tók leikurinn svo risastökk upp á við og varð fjórða vinsælasta ókeypis smáforrit á Bandaríkjamarkaði. Síðan þá hefur leikurinn farið upp um eitt sæti og er nú í þriðja sæti. Sólarhringsvakt hefur verið hjá Plain Vanilla síðan leikurinn fór á markað. „Við erum búnir að vera meira og minna í vinnunni. Tímamismunurinn á Íslandi og Bandaríkjunum gerir það að verkum að við þurfum að vera á staðnum og vakta hlutina. En þetta er svo spennandi. Við gerum þetta með bros á vör,“ segir Þorsteinn. Hann segir helgina hafa verið hreint ótrúlega og sett hlutina í nýtt samhengi. „Þetta er auðvitað algjört ævintýri. Nú vita allir hverjir við erum í Bandaríkjunum. Það er svolítið sérstakt.“ Leikjavísir Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
„Við vorum með mjög miklar væntingar, en þetta fór gjörsamlega fram úr öllu sem okkur hafði órað fyrir,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri fyrirtækisins Plain Vanilla, sem er framleiðandi leiksins Quiz Up sem er nú einn vinsælasti tölvuleikur í appformi í heiminum í dag. Leikurinn var gefinn út klukkan tólf á hádegi á fimmtudag, í því 131 landi sem hafa aðgang að vefverslun Apple. Að meðaltali hafa 120 þúsund manns halað leiknum niður dag hvern síðan hann kom út. Leikurinn er vinsælasti spurningaleikurinn í vefverslun Apple í 30 löndum og vinsælasta fræðsluforritið í 16 löndum. Að sögn Þorsteins var megináherslan þó strax sett á Bandaríkjamarkað. „Langmesta samkeppnin á smáforritamarkaðnum er í flokki ókeypis smáforrita í Bandaríkjunum. Á þann markað koma um þúsund ný forrit dag hvern. Við leggjum mesta áherslu á þann markað.“ Strax á fyrsta degi komst Quiz Up í 26. sæti í þeim flokki. Á föstudeginum tók leikurinn svo risastökk upp á við og varð fjórða vinsælasta ókeypis smáforrit á Bandaríkjamarkaði. Síðan þá hefur leikurinn farið upp um eitt sæti og er nú í þriðja sæti. Sólarhringsvakt hefur verið hjá Plain Vanilla síðan leikurinn fór á markað. „Við erum búnir að vera meira og minna í vinnunni. Tímamismunurinn á Íslandi og Bandaríkjunum gerir það að verkum að við þurfum að vera á staðnum og vakta hlutina. En þetta er svo spennandi. Við gerum þetta með bros á vör,“ segir Þorsteinn. Hann segir helgina hafa verið hreint ótrúlega og sett hlutina í nýtt samhengi. „Þetta er auðvitað algjört ævintýri. Nú vita allir hverjir við erum í Bandaríkjunum. Það er svolítið sérstakt.“
Leikjavísir Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira