Indriðaverðlaunin eru hvatning til að gera enn betur Marín Manda skrifar 15. nóvember 2013 11:00 Katrín María Káradóttir. Gerð verðlaunagripsins er styrkt af Epal og hann er smíðaður af Helgu í Gullkúnst. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Katrín María Káradóttir fatahönnuður tók við Indriðaverðlaununum um síðastliðna helgi en verðlaunin voru veitt af Fatahönnunarfélagi Íslands í annað sinn fyrir framúrskarandi hönnun. „Þetta var gaman og mér þótti nú bara verulega vænt um þetta, Indriði var nú kennarinn minn á sínum tíma og ég sakna hans mjög,“ segir Katrín María Káradóttir, klæðskeri og fatahönnuður, sem að tók við Indriðaverðlaununum á uppskeruhátíð Fatahönnunarfélags Íslands um síðastliðna helgi.Hönnun eftir Katrínu Maríu.Indriðaverðlaunin eru veitt þeim hönnuði sem þykir hafa skarað fram úr á árunum 2011-2012 og er þetta í annað sinn sem verðlaunin eru veitt. Við val á hönnuði er litið til þeirra fatahönnuða sem hannað hafa heilsteyptar fatalínur, verið virkir á árunum 2011 og 2012 og þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Verðlaunin eru innblásin af starfi Indriða Guðmundssonar og því eru gæði og fagmennska lykilorð við val hönnuðar, hvort sem kemur að hugmyndum eða frágangi. „Ég lít á þetta sem viðurkenningu á mínum störfum í gegnum tíðina og ekki síst núna undanfarin ár, eða þann tíma sem ég hef hvað mest starfað fyrir Ellu, þannig að eitthvað hljótum við að vera að gera rétt þar,“ segir Katrín María glöð í bragði. Katrín María hefur verið yfirhönnuður Ellu frá upphafi en einnig starfað erlendis fyrir John Galliano, Lutz, Thomas Engelhart, Bali Barette og Martine Sitbon. „Ég sé fyrir mér að þetta verði stærri viðburður með tímanum og vona að þetta muni auka veg fatahönnunarinnar almennt og sýni mikilvægi þess að þetta fag sé tekið alvarlega.“ Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Katrín María Káradóttir fatahönnuður tók við Indriðaverðlaununum um síðastliðna helgi en verðlaunin voru veitt af Fatahönnunarfélagi Íslands í annað sinn fyrir framúrskarandi hönnun. „Þetta var gaman og mér þótti nú bara verulega vænt um þetta, Indriði var nú kennarinn minn á sínum tíma og ég sakna hans mjög,“ segir Katrín María Káradóttir, klæðskeri og fatahönnuður, sem að tók við Indriðaverðlaununum á uppskeruhátíð Fatahönnunarfélags Íslands um síðastliðna helgi.Hönnun eftir Katrínu Maríu.Indriðaverðlaunin eru veitt þeim hönnuði sem þykir hafa skarað fram úr á árunum 2011-2012 og er þetta í annað sinn sem verðlaunin eru veitt. Við val á hönnuði er litið til þeirra fatahönnuða sem hannað hafa heilsteyptar fatalínur, verið virkir á árunum 2011 og 2012 og þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Verðlaunin eru innblásin af starfi Indriða Guðmundssonar og því eru gæði og fagmennska lykilorð við val hönnuðar, hvort sem kemur að hugmyndum eða frágangi. „Ég lít á þetta sem viðurkenningu á mínum störfum í gegnum tíðina og ekki síst núna undanfarin ár, eða þann tíma sem ég hef hvað mest starfað fyrir Ellu, þannig að eitthvað hljótum við að vera að gera rétt þar,“ segir Katrín María glöð í bragði. Katrín María hefur verið yfirhönnuður Ellu frá upphafi en einnig starfað erlendis fyrir John Galliano, Lutz, Thomas Engelhart, Bali Barette og Martine Sitbon. „Ég sé fyrir mér að þetta verði stærri viðburður með tímanum og vona að þetta muni auka veg fatahönnunarinnar almennt og sýni mikilvægi þess að þetta fag sé tekið alvarlega.“
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira