Kalli tímans ekki svarað Ólöf Skaftadóttir skrifar 19. nóvember 2013 00:00 Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sýna að fólk nennir ekki á kjörstað. Niðurstaðan er líka vitnisburður um það að þeir fáu sem nenna – sem stundum eru kallaðir flokkshestar – eru ekki í takt við tímann. Fyrst verið er að efna til prófkjörs á annað borð, af hverju fer það ekki fram á internetinu? Fólk fer ekki lengur í bankann til að borga reikninga. Það er eins og flokkarnir hafi ekki áttað sig á því. Ég held ég geti leyft mér að fullyrða að úrslitin hefðu orðið önnur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um helgina ef nútímalegri aðferðum hefði verið beitt. En hefðu þau orðið hin sömu væru þá allavega fleiri á bakvið verðandi borgarfulltrúa. Til boða stóð að styðja glæsilegar konur, vel menntaðar, reynslubolta í bland við aðrar sem eru nýjar á sjónarsviðinu, en afar sannfærandi allar. Þeim var öllum hafnað. Karlarnir eru góðra gjalda verðir og mér finnst allt í fína að oddvitinn sé utan af landi. Það er bara flott. Ég var á Ísafirði í sumar og get borið vitni um að þar býr úrvalsfólk í dásamlega fallegum bæ. Ég gæti vel hugsað mér alísfirska borgarstýru, sjómannsdóttur með starfsreynslu úr frystihúsi. Kall tímans er hæfileg blanda kynjanna. Þegar öllu er á botninn hvolft sýnist mér, að flokkshestarnir séu þess ekki umkomnir að svara því kalli frekar en öðrum köllum samtímans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Skaftadóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sýna að fólk nennir ekki á kjörstað. Niðurstaðan er líka vitnisburður um það að þeir fáu sem nenna – sem stundum eru kallaðir flokkshestar – eru ekki í takt við tímann. Fyrst verið er að efna til prófkjörs á annað borð, af hverju fer það ekki fram á internetinu? Fólk fer ekki lengur í bankann til að borga reikninga. Það er eins og flokkarnir hafi ekki áttað sig á því. Ég held ég geti leyft mér að fullyrða að úrslitin hefðu orðið önnur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um helgina ef nútímalegri aðferðum hefði verið beitt. En hefðu þau orðið hin sömu væru þá allavega fleiri á bakvið verðandi borgarfulltrúa. Til boða stóð að styðja glæsilegar konur, vel menntaðar, reynslubolta í bland við aðrar sem eru nýjar á sjónarsviðinu, en afar sannfærandi allar. Þeim var öllum hafnað. Karlarnir eru góðra gjalda verðir og mér finnst allt í fína að oddvitinn sé utan af landi. Það er bara flott. Ég var á Ísafirði í sumar og get borið vitni um að þar býr úrvalsfólk í dásamlega fallegum bæ. Ég gæti vel hugsað mér alísfirska borgarstýru, sjómannsdóttur með starfsreynslu úr frystihúsi. Kall tímans er hæfileg blanda kynjanna. Þegar öllu er á botninn hvolft sýnist mér, að flokkshestarnir séu þess ekki umkomnir að svara því kalli frekar en öðrum köllum samtímans.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun