Orðljótum notendum refsað Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. nóvember 2013 07:00 Fyrstu Xbox One vélarnar í Bandaríkjunum voru afhentar á útgáfuhátíð í New York síðasta föstudag. Fréttablaðið/AP Microsoft hefur eftirlit með skrám sem notendur Xbox One leikjatölvunnar hlaða á sameiginlegan vef eða deila sín á milli. Fram kemur í umfjöllun BBC að skrár með „mjög ljótu orðbragði“ verði fjarlægðar og einhver virkni í tölvum eigenda þeirra kunni að verða gerð óvirk. Allar skrár sem sendar eru á svokallað Upload Studio sæta eftirliti þannig að haldið verði við öruggu og heilnæmu leikjaumhverfi, segir fyrirtækið. Ekki er fylgst með beinum samskiptum á milli leikmanna (peer-to-peer) svo sem Skype spjalli eða samtölum. Xbox Live, sem gerir notendum kleift að hlaða upp margmiðlunarskrám, þar á meðal hreyfimyndum sem þeir hafa búið til auk þess að taka þátt í fjölspilun á netinu, var til staðar á fyrri útgáfum Xbox leikjatölfunnar, en Microsoft segir að nýja Xbox One tölvan, sem fór í sölu víða um heim fyrir helgi, hafi þróaðra kerfi til að fylgjast með því að öllum reglum sem framfylgt. Svipuð þjónusta sem nefnist Twitch, þar sem fólk getur spjallað og deilt skrám, er tengd nýju Playstation 4 tölvunni sem fer í sölu hér á landi eftir áramót og í Bretlandi í lok mánaðarins. Þar er líka eftirlit með því efni sem notendur deila. Leikjavísir Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Microsoft hefur eftirlit með skrám sem notendur Xbox One leikjatölvunnar hlaða á sameiginlegan vef eða deila sín á milli. Fram kemur í umfjöllun BBC að skrár með „mjög ljótu orðbragði“ verði fjarlægðar og einhver virkni í tölvum eigenda þeirra kunni að verða gerð óvirk. Allar skrár sem sendar eru á svokallað Upload Studio sæta eftirliti þannig að haldið verði við öruggu og heilnæmu leikjaumhverfi, segir fyrirtækið. Ekki er fylgst með beinum samskiptum á milli leikmanna (peer-to-peer) svo sem Skype spjalli eða samtölum. Xbox Live, sem gerir notendum kleift að hlaða upp margmiðlunarskrám, þar á meðal hreyfimyndum sem þeir hafa búið til auk þess að taka þátt í fjölspilun á netinu, var til staðar á fyrri útgáfum Xbox leikjatölfunnar, en Microsoft segir að nýja Xbox One tölvan, sem fór í sölu víða um heim fyrir helgi, hafi þróaðra kerfi til að fylgjast með því að öllum reglum sem framfylgt. Svipuð þjónusta sem nefnist Twitch, þar sem fólk getur spjallað og deilt skrám, er tengd nýju Playstation 4 tölvunni sem fer í sölu hér á landi eftir áramót og í Bretlandi í lok mánaðarins. Þar er líka eftirlit með því efni sem notendur deila.
Leikjavísir Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira