Táknin notuð til að skreyta múmíur 28. nóvember 2013 09:17 Helga Gvuðrún Friðriksdóttir og Orri Finnbogason skipa saman hönnunarteymið Orri Finn. Þau kynna nýja skartgripalínu á Loftinu í kvöld. Fréttablaðið/Valli „Í nýju skartgripalínunni Scarab er sóttur innblástur til skordýra,“ segir Helga Gvuðrún Friðriksdóttir, sem kynnir nýja skartgripalínu á Loftinu í Austurstræti í kvöld klukkan hálf níu, ásamt Orra Finnbogasyni. Saman skipa þau hönnunarteymið Orri Finn. Þau Helga og Orri halda áfram að vinna með tákn, líkt og þau gerðu með síðustu línu sinni, Akkeri. „Þetta tákn er forn-egypskt. Við erum að líkja eftir bjöllu af ýflaætt [scarab] en það eru bjöllur sem lifa í heitari löndum og í eins konar sandhólum. Forn-Egyptar heilluðust mjög af bjöllunum og töldu þær heilagar, aðallega vegna þess að þær sýndu af sér hegðun sem var hliðstæð hegðun sólguðsins,“ útskýrir Helga. „Sólguðinn ýtti sólinni inn í sjóndeildarhringinn á hverjum morgni og þessi bjalla ýtti moldarkúlu á undan sér. Inni í kúlunni var að finna matarforða dýranna og svo fylltu bjöllurnar hana af eggjum og afkvæmi þeirra skriðu svo út úr henni,“ heldur Helga áfram. „Þannig að táknið nær yfir hringrásina, endurfæðingu og umbreytingu.“ Orra og Helgu fannst heillandi að heiðra þessi tákn á sama hátt og Egyptarnir gerðu. „Okkur finnst líka svo skemmtilegt að þetta form, og þessi bjalla, var verndargripur. Formið var skorið út í steina og svo jafnvel grafið með faraóum og múmíur skreyttar með þessu,“ segir Helga.heilög tákn Forn-Egyptar heilluðust mjög af bjöllum af ýflakyni og töldu þær heilagar.Fréttablaðið/ValliHelga hefur lengi heillast af verndargripnum. „Ég fékk svona stein að gjöf þegar ég var barn. Ég gekk alltaf með hann og var eiginlega með hann á heilanum,“ segir Helga létt í bragði. Sýningin í kvöld verður í formi hefðbundinnar tískusýningar, þar sem koma fram tíu atvinnufyrirsætur, fimm af hvoru kyni. „Við leggjum áherslu á að skartgripirnir okkar eru fyrir bæði kynin,“ segir Helga, en tónlistarmaðurinn Biggi Bix fer með tónlistarstjórn á sýningunni. „Hann er búinn að semja eins konar skordýrahljóðverk sem verður flutt meðan á sýningunni stendur,“ bætir Helga við. Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Sjá meira
„Í nýju skartgripalínunni Scarab er sóttur innblástur til skordýra,“ segir Helga Gvuðrún Friðriksdóttir, sem kynnir nýja skartgripalínu á Loftinu í Austurstræti í kvöld klukkan hálf níu, ásamt Orra Finnbogasyni. Saman skipa þau hönnunarteymið Orri Finn. Þau Helga og Orri halda áfram að vinna með tákn, líkt og þau gerðu með síðustu línu sinni, Akkeri. „Þetta tákn er forn-egypskt. Við erum að líkja eftir bjöllu af ýflaætt [scarab] en það eru bjöllur sem lifa í heitari löndum og í eins konar sandhólum. Forn-Egyptar heilluðust mjög af bjöllunum og töldu þær heilagar, aðallega vegna þess að þær sýndu af sér hegðun sem var hliðstæð hegðun sólguðsins,“ útskýrir Helga. „Sólguðinn ýtti sólinni inn í sjóndeildarhringinn á hverjum morgni og þessi bjalla ýtti moldarkúlu á undan sér. Inni í kúlunni var að finna matarforða dýranna og svo fylltu bjöllurnar hana af eggjum og afkvæmi þeirra skriðu svo út úr henni,“ heldur Helga áfram. „Þannig að táknið nær yfir hringrásina, endurfæðingu og umbreytingu.“ Orra og Helgu fannst heillandi að heiðra þessi tákn á sama hátt og Egyptarnir gerðu. „Okkur finnst líka svo skemmtilegt að þetta form, og þessi bjalla, var verndargripur. Formið var skorið út í steina og svo jafnvel grafið með faraóum og múmíur skreyttar með þessu,“ segir Helga.heilög tákn Forn-Egyptar heilluðust mjög af bjöllum af ýflakyni og töldu þær heilagar.Fréttablaðið/ValliHelga hefur lengi heillast af verndargripnum. „Ég fékk svona stein að gjöf þegar ég var barn. Ég gekk alltaf með hann og var eiginlega með hann á heilanum,“ segir Helga létt í bragði. Sýningin í kvöld verður í formi hefðbundinnar tískusýningar, þar sem koma fram tíu atvinnufyrirsætur, fimm af hvoru kyni. „Við leggjum áherslu á að skartgripirnir okkar eru fyrir bæði kynin,“ segir Helga, en tónlistarmaðurinn Biggi Bix fer með tónlistarstjórn á sýningunni. „Hann er búinn að semja eins konar skordýrahljóðverk sem verður flutt meðan á sýningunni stendur,“ bætir Helga við.
Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Sjá meira