Ásgeir Trausti spilar út um allan heim Gunnar Leó Pálsson skrifar 2. desember 2013 10:30 Hér sjáum við Ásgeir á sviði ásamt hljómsveit sinni en hann er um þessar mundir að spila út um allan heim. Fréttablaðið/vilhelm Ásgeir Trausti er ásamt hljómsveit sinni um þessar mundir í sinni fyrstu tónleikaferð um heiminn og heimsækir hann marga fjölbreytta og ólíka staði. Hann hóf ferðalagið í Frakkalandi 15. nóvember og fylgir hann þéttri og skipulagðri dagskrá fram um miðjan desember. Á nýju ári heldur dagskráin svo áfram og koma þeir einnig fram með fleiri heimsþekktum hljómsveitum á borð við The National og Mogwai. Í Evrópu er Ásgeir aðalnúmerið en norska stúlknasveitin Farao sér um upphitun í Evrópu. Hinn 15. janúar kemur Ásgeir fram á EBBA-verðlaunahátíðinni í Hollandi en hann vann verðlaunin fyrir skömmu. EBBA-verðlaunin eru veitt því tónlistarfólki sem þykir hafa náð framúrskarandi árangri með tónlist sinni út yfir landamæri heimalandsins. Sigurvegararnir eru valdir annars vegar af markaðsgreiningarfyrirtækinu Nielsen Music Control á grundvelli tónlistarsölu og útvarpsspilunar og hins vegar með atkvæðagreiðslu innan Samtaka evrópskra útvarpsstöðva (EBU) og tengslanets evrópskra tónlistarhátíða.Verðlaunahátíðin er nú haldin í ellefta sinn og er þetta í annað sinn sem íslensku tónlistarfólki hlotnast þessi heiður en í fyrra hlaut hljómsveitin Of Monsters and Men verðlaunin. Plata Ásgeirs, In the Silence, sem hefur fengið prýðisdóma í erlendum miðlum, kemur út í Evrópu 27. janúar. Þá er hún komin í forsölu á tonlist.is með tveimur glænýjum aukalögum og þremur lögum í órafmagnaðri útgáfu. Í febrúar fer fara þeir félagar í fyrsta skipti til Asíu en þar koma þeir meðal annars fram með stórhljómsveitum á borð við Mogwai og The National. Bandaríkin eru næsti viðkomustaður á eftir Asíu en þó eru nánari staðsetningar innan Bandaríkjanna ekki staðfestar. Þegar Ásgeir og félagar hafa lokið ferð sinni um Bandaríkin halda þeir aftur til Evrópu. Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Sjá meira
Ásgeir Trausti er ásamt hljómsveit sinni um þessar mundir í sinni fyrstu tónleikaferð um heiminn og heimsækir hann marga fjölbreytta og ólíka staði. Hann hóf ferðalagið í Frakkalandi 15. nóvember og fylgir hann þéttri og skipulagðri dagskrá fram um miðjan desember. Á nýju ári heldur dagskráin svo áfram og koma þeir einnig fram með fleiri heimsþekktum hljómsveitum á borð við The National og Mogwai. Í Evrópu er Ásgeir aðalnúmerið en norska stúlknasveitin Farao sér um upphitun í Evrópu. Hinn 15. janúar kemur Ásgeir fram á EBBA-verðlaunahátíðinni í Hollandi en hann vann verðlaunin fyrir skömmu. EBBA-verðlaunin eru veitt því tónlistarfólki sem þykir hafa náð framúrskarandi árangri með tónlist sinni út yfir landamæri heimalandsins. Sigurvegararnir eru valdir annars vegar af markaðsgreiningarfyrirtækinu Nielsen Music Control á grundvelli tónlistarsölu og útvarpsspilunar og hins vegar með atkvæðagreiðslu innan Samtaka evrópskra útvarpsstöðva (EBU) og tengslanets evrópskra tónlistarhátíða.Verðlaunahátíðin er nú haldin í ellefta sinn og er þetta í annað sinn sem íslensku tónlistarfólki hlotnast þessi heiður en í fyrra hlaut hljómsveitin Of Monsters and Men verðlaunin. Plata Ásgeirs, In the Silence, sem hefur fengið prýðisdóma í erlendum miðlum, kemur út í Evrópu 27. janúar. Þá er hún komin í forsölu á tonlist.is með tveimur glænýjum aukalögum og þremur lögum í órafmagnaðri útgáfu. Í febrúar fer fara þeir félagar í fyrsta skipti til Asíu en þar koma þeir meðal annars fram með stórhljómsveitum á borð við Mogwai og The National. Bandaríkin eru næsti viðkomustaður á eftir Asíu en þó eru nánari staðsetningar innan Bandaríkjanna ekki staðfestar. Þegar Ásgeir og félagar hafa lokið ferð sinni um Bandaríkin halda þeir aftur til Evrópu.
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Sjá meira