Síminn og Nova hafa eytt gögnum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. desember 2013 07:00 Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, og Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova segja mál Vodafone vera alvarlega áminningu um ábyrgð fyrirtækja. „Netárásir eru alvarlegir glæpir. Sú staðreynd að slík árás skuli ná til Vodafone á Íslandi hlýtur að vekja öll fyrirtæki til umhugsunar,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans. Fjarskiptafyrirtækin Síminn og Nova fóru vandlega yfir kerfi sín og öryggisáætlanir eftir að fréttir af netárás á Vodafone barst. Ekkert bendir til þess að utanaðkomandi aðili hafi komist í gögn þeirra. Tölvuhakkari frá Tyrklandi réðst á föstudagsnótt á vefsíðu Vodafone og náði að hrifsa til sín umtalsverðu magni persónuupplýsinga viðskiptavina Vodafone. Gögnin voru gerð opinber á Twitter-reikningi hakkarans en þar má meðal annars finna 79 þúsund sms-skilaboð sem send voru í gegnum heimasíðu Vodafone frá lok árs 2010 til dagsins í dag. Samkvæmt lögum ber fjarskiptafyrirtækjum að varðveita lágmarksskráningu gagna um fjarskiptaumferð notenda í sex mánuði, í þágu rannsókna og almannaöryggis. Við ítarleg störf sérfræðinga Símans kom í ljós að ein tegund gagna var geymd sex mánuðum lengur en gert er ráð fyrir, eða í eitt ár. „Um var að ræða magnsendingar og sms-skilaboð sem fara frá vefsíðu. Þessum gögnum hefur nú verið eytt og Síminn hefur upplýst Póst- og fjarskiptastofnun um málið,“ segir Gunnhildur. „Það eru engin gögn til um skilaboð milli tveggja síma hjá okkur enda geymum við aldrei innihald skilaboða sem fara um fjarskiptakerfi,“ segir Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova. „Aftur á móti geymum við skilaboð sem send eru af vefsíðu Nova í sex mánuði enda er það ekki hefðbundin fjarskiptaþjónusta. En öllu slíku var eytt eftir árásina á Vodafone og í framtíðinni munum við ekki geyma slík gögn.“ Liv segir fyrirtæki og einstaklinga geta dregið mikilvægan lærdóm af þessu atviki. „Einstaklingar þurfa að passa vel upp á lykilorð og aðrar persónulegar upplýsingar og þetta er áminning fyrir fyrirtækin að gera sitt allra besta til að tryggja öryggi viðskiptavini sinna.“Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að talið sé að geymsla Vodafone á gögnum sé brot á fjarskiptalögum en það eigi eftir að fara fram stjórnsýsluleg rannsókn á málinu. „Ef þetta er brot munum við fara yfir það með öllum fjarskiptafélögunum enda virðist þetta vera í ólagi hjá fleiri fyrirtækjum. Þá þarf að herða á verklagi félaganna að fara eftir lögunum.“ Vodafone-innbrotið Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
„Netárásir eru alvarlegir glæpir. Sú staðreynd að slík árás skuli ná til Vodafone á Íslandi hlýtur að vekja öll fyrirtæki til umhugsunar,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans. Fjarskiptafyrirtækin Síminn og Nova fóru vandlega yfir kerfi sín og öryggisáætlanir eftir að fréttir af netárás á Vodafone barst. Ekkert bendir til þess að utanaðkomandi aðili hafi komist í gögn þeirra. Tölvuhakkari frá Tyrklandi réðst á föstudagsnótt á vefsíðu Vodafone og náði að hrifsa til sín umtalsverðu magni persónuupplýsinga viðskiptavina Vodafone. Gögnin voru gerð opinber á Twitter-reikningi hakkarans en þar má meðal annars finna 79 þúsund sms-skilaboð sem send voru í gegnum heimasíðu Vodafone frá lok árs 2010 til dagsins í dag. Samkvæmt lögum ber fjarskiptafyrirtækjum að varðveita lágmarksskráningu gagna um fjarskiptaumferð notenda í sex mánuði, í þágu rannsókna og almannaöryggis. Við ítarleg störf sérfræðinga Símans kom í ljós að ein tegund gagna var geymd sex mánuðum lengur en gert er ráð fyrir, eða í eitt ár. „Um var að ræða magnsendingar og sms-skilaboð sem fara frá vefsíðu. Þessum gögnum hefur nú verið eytt og Síminn hefur upplýst Póst- og fjarskiptastofnun um málið,“ segir Gunnhildur. „Það eru engin gögn til um skilaboð milli tveggja síma hjá okkur enda geymum við aldrei innihald skilaboða sem fara um fjarskiptakerfi,“ segir Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova. „Aftur á móti geymum við skilaboð sem send eru af vefsíðu Nova í sex mánuði enda er það ekki hefðbundin fjarskiptaþjónusta. En öllu slíku var eytt eftir árásina á Vodafone og í framtíðinni munum við ekki geyma slík gögn.“ Liv segir fyrirtæki og einstaklinga geta dregið mikilvægan lærdóm af þessu atviki. „Einstaklingar þurfa að passa vel upp á lykilorð og aðrar persónulegar upplýsingar og þetta er áminning fyrir fyrirtækin að gera sitt allra besta til að tryggja öryggi viðskiptavini sinna.“Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að talið sé að geymsla Vodafone á gögnum sé brot á fjarskiptalögum en það eigi eftir að fara fram stjórnsýsluleg rannsókn á málinu. „Ef þetta er brot munum við fara yfir það með öllum fjarskiptafélögunum enda virðist þetta vera í ólagi hjá fleiri fyrirtækjum. Þá þarf að herða á verklagi félaganna að fara eftir lögunum.“
Vodafone-innbrotið Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira