Rússar spenntir fyrir íslenskum ilmvötnum Ólöf Skaftadóttir skrifar 4. desember 2013 09:00 Andrea sést hér tala við pressuna í Rússlandi. MYND/Úr einkasafni „Við erum nýkomin frá Moskvu þar sem við vorum að heimsækja samstarfsmenn okkar og tala við pressuna,“ segir Andrea Maack, myndlistarkona og ilmhönnður, en vörur Andreu hafa slegið rækilega í gegn þar í landi. „Við héldum móttökur í þremur risastórum verslunum, meðal annars versluninni Tsum í Moskvu, en það er einn voldugasti verslunarrisinn þar í borg,“ segir Andrea, en Tsum er stærsta deildaskipta sérvöruverslun í Austur-Evrópu, með yfir þúsund þekkt tískumerki á sínum snærum, meðal annars merki á borð við Harry Winston, Rolex, Dior, Chanel og svo mætti lengi telja. Auk þess er að finna í versluninni, veitingastaði, vindlastofu og Veuve Clicquot-kampavínsbar, svo eitthvað sé nefnt. „Það er rosalega gaman að sjá hvað við erum að fá góðar viðtökur í Rússlandi. Sannarlega óvænt ánægja,“ segir Andrea jafnframt. Andrea var einnig með kynningar í verslununum Gum og Vesna. „Þetta eru allt æðislegar verslanir og heiður fyrir mig að komast að þarna. Það er svo ótrúlega gaman að upplifa Moskvu – það er rosa kraftur í öllum og öllu. Rússar eru svo miklir fagurkerar. Borgin er rosalega falleg og svo fundum við fyrir svo miklum áhuga og velvilja í garð Íslands,“ bætir Andrea við. Andrea er nú komin aftur til Ítalíu þar sem hún starfar um þessar mundir. „Ég ætla bara að halda áfram á meðan það gengur svona vel,“ segir Andrea, hógvær, en ilmvötn hennar eru nú fáánleg í yfir tuttugu löndum, allt frá Evrópu, til Bandaríkjanna til Miðausturlanda. Erlend pressa hefur sýnt Andreu mikinn áhuga og fjallað hefur verið um Andreu í þekktum glanstímaritum á borð við Marie Claire, Costume, Elle og Vogue svo einhver séu nefnd.Andrea segir það hafa komið henni ánægjulega á óvart hversu vel hefur gengið með ilmvötnin í Rússlandi.MYND/Úr einkasafniIlmhönnuðurinn Andrea Maack: Andrea Maack er fædd árið 1977. Hún útskrifaðist úr myndlist í Listaháskóla Íslands árið 2005. Andrea stofnaði fyrirtækið ANDREA MAACK PARFUMS formlega árið 2010, en fyrirtækið er íslenskt ilmvatnhús sem á uppruna sinn að rekja til myndlistarsýninga hennar. Árið 2010 voru þrjú ilmvötn sett á markaðinn á Íslandi. Í framhaldinu hófst öflug markaðssetning erlendis og hefur fjórum ilmvötnum verið bætt við flóruna. Varan er nú seld í yfir hundrað verslunum í Evrópu og Bandaríkjunum og þótt víðar væri leitað. Samstarf Andreu við ilmvatnsgerðarmennina (perfumera) er óvenjulegt að því leytinu til að þau vinna saman í að blanda ilmvötn út frá hugarheimi og myndlistarverkum hennar, en hver ilmur frá Andreu kominn er byggður á einhverju verka hennar. Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
„Við erum nýkomin frá Moskvu þar sem við vorum að heimsækja samstarfsmenn okkar og tala við pressuna,“ segir Andrea Maack, myndlistarkona og ilmhönnður, en vörur Andreu hafa slegið rækilega í gegn þar í landi. „Við héldum móttökur í þremur risastórum verslunum, meðal annars versluninni Tsum í Moskvu, en það er einn voldugasti verslunarrisinn þar í borg,“ segir Andrea, en Tsum er stærsta deildaskipta sérvöruverslun í Austur-Evrópu, með yfir þúsund þekkt tískumerki á sínum snærum, meðal annars merki á borð við Harry Winston, Rolex, Dior, Chanel og svo mætti lengi telja. Auk þess er að finna í versluninni, veitingastaði, vindlastofu og Veuve Clicquot-kampavínsbar, svo eitthvað sé nefnt. „Það er rosalega gaman að sjá hvað við erum að fá góðar viðtökur í Rússlandi. Sannarlega óvænt ánægja,“ segir Andrea jafnframt. Andrea var einnig með kynningar í verslununum Gum og Vesna. „Þetta eru allt æðislegar verslanir og heiður fyrir mig að komast að þarna. Það er svo ótrúlega gaman að upplifa Moskvu – það er rosa kraftur í öllum og öllu. Rússar eru svo miklir fagurkerar. Borgin er rosalega falleg og svo fundum við fyrir svo miklum áhuga og velvilja í garð Íslands,“ bætir Andrea við. Andrea er nú komin aftur til Ítalíu þar sem hún starfar um þessar mundir. „Ég ætla bara að halda áfram á meðan það gengur svona vel,“ segir Andrea, hógvær, en ilmvötn hennar eru nú fáánleg í yfir tuttugu löndum, allt frá Evrópu, til Bandaríkjanna til Miðausturlanda. Erlend pressa hefur sýnt Andreu mikinn áhuga og fjallað hefur verið um Andreu í þekktum glanstímaritum á borð við Marie Claire, Costume, Elle og Vogue svo einhver séu nefnd.Andrea segir það hafa komið henni ánægjulega á óvart hversu vel hefur gengið með ilmvötnin í Rússlandi.MYND/Úr einkasafniIlmhönnuðurinn Andrea Maack: Andrea Maack er fædd árið 1977. Hún útskrifaðist úr myndlist í Listaháskóla Íslands árið 2005. Andrea stofnaði fyrirtækið ANDREA MAACK PARFUMS formlega árið 2010, en fyrirtækið er íslenskt ilmvatnhús sem á uppruna sinn að rekja til myndlistarsýninga hennar. Árið 2010 voru þrjú ilmvötn sett á markaðinn á Íslandi. Í framhaldinu hófst öflug markaðssetning erlendis og hefur fjórum ilmvötnum verið bætt við flóruna. Varan er nú seld í yfir hundrað verslunum í Evrópu og Bandaríkjunum og þótt víðar væri leitað. Samstarf Andreu við ilmvatnsgerðarmennina (perfumera) er óvenjulegt að því leytinu til að þau vinna saman í að blanda ilmvötn út frá hugarheimi og myndlistarverkum hennar, en hver ilmur frá Andreu kominn er byggður á einhverju verka hennar.
Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira