Fólk vill fá svör um skuldaniðurfellingu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2013 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson segja aðgerðir koma til framkvæmda á miðju næsta ári. Tímasetning fyrir umsóknir hefur ekki verið gefin upp. Mynd/Daníel Sitt sýnist hverjum um aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána sem kynnt var laugardaginn síðastliðinn. Það kom í ljós þegar blaðamaður tók fólk tali á förnum vegi í vikunni. Margir vildu þó ekki tjá sig um málið því þeir vissu ekki fyrir víst hvernig leiðréttingin mun snerta þeirra persónulegu hagi. Samkvæmt upplýsingum frá Íbúðarlánasjóði eru fjölmargir í þeirri stöðu. Á fyrri hluta vikunnar bárust þjónustuveri sjóðsins um helmingi fleiri símtöl en venjulega á mánudegi og þriðjudegi. Helstu fyrirspurnirnar snúast um hvenær og hvernig hægt verði að sækja um skuldaniðurfellingu. Íbúðalánasjóður gat ekki gefið neinar upplýsingar umfram þær sem koma fram á kynningarsíðu yfirvalda um málið. Þar kemur fram að leiðréttingin muni koma til framkvæmda um mitt næsta ár og að hægt verði að áætla niðurfellingu hvers heimilis fljótlega með mikilli vissu. Þangað til endanlegt frumvarp um málið hefur verið samþykkt getur sjóðurinn ekki gefið nákvæmari svör. Sömu svör eru að fá frá forsætisráðnuneytinu. Að ferlið liggi ekki ljóst fyrir ennþá enda þurfi að útfæra áætlunina nánar í frumvörpum.Anna Guðrún SigurjónsdóttirMynd / VilhelmSetja peninginn frekar í eitthvað annað „Ég fæ einhverja lækkun er alls ekki ánægð með þessar tillögur,“ segir Anna Guðrún Sigurjónsdóttir. Hún segir skuldaleiðréttingar breyta sáralitlu hjá henni, að lánin lækki kannski um milljón sem að hennar mati verði komið aftur eftir ár. „Ég hefði viljað sleppa þessu og setja peninginn í eitthvað annað, eins og að lækka persónuafslátt eða í Landspítalann.Borgþór Rafn ÞórhallssonMynd / VilhelmKemur að góðum notum„Þetta mun koma sér að góðum notum,“ segir Borgþór Rafn Þórhallsson. Aðgerðaráætlunin kemur Borgþóri ekki á óvart og er í takt við væntingar sem hann hafði. Hann veit þó ekki nákvæmlega hvaða leið hann muni fara. „Ég er ekki búinn að ákveða hvort ég taki viðbótarlífeyrissparnaðinn í þetta. Ég þarf að skoða þetta betur.“Ragnheiður Helga ÓladóttirMynd / VilhelmHvað verður gert fyrir eldri borgara? „Þetta hefur ekki áhrif á mig, ég fæ ekkert. Ætli maður verði ekki að sætta sig við það,“ segir Ragnheiður Helga Óladóttir. Hún er hefur aftur á móti áhyggjur af unga fólkinu. „Það á ekkert eftir að eiga þegar það er komið á aldur ef það nýtir séreignasparnaðinn. Þá lendir það í sömu stöðu og ég sem er enn að bíða eftir að ríkisstjórnin geri eitthvað fyrir eldri borgara.“Snorri Evertsson.Mynd / VilhelmÁnægður með að fólk fái réttlæti Snorri Evertsson mun ekkert fá persónulega úr skuldaleiðréttingum. „Nei, þetta hefur engin áhrif á mig af því að ég skulda of lítið.“ Snorri er þó ánægður með aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Mér finnst sjálfsagt mál fjármunum sé eytt í þetta. Mér þykir óréttlátt hvernig þetta hefur farið og hef ekkert á móti því að bæta fólki það upp.“ Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Sitt sýnist hverjum um aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána sem kynnt var laugardaginn síðastliðinn. Það kom í ljós þegar blaðamaður tók fólk tali á förnum vegi í vikunni. Margir vildu þó ekki tjá sig um málið því þeir vissu ekki fyrir víst hvernig leiðréttingin mun snerta þeirra persónulegu hagi. Samkvæmt upplýsingum frá Íbúðarlánasjóði eru fjölmargir í þeirri stöðu. Á fyrri hluta vikunnar bárust þjónustuveri sjóðsins um helmingi fleiri símtöl en venjulega á mánudegi og þriðjudegi. Helstu fyrirspurnirnar snúast um hvenær og hvernig hægt verði að sækja um skuldaniðurfellingu. Íbúðalánasjóður gat ekki gefið neinar upplýsingar umfram þær sem koma fram á kynningarsíðu yfirvalda um málið. Þar kemur fram að leiðréttingin muni koma til framkvæmda um mitt næsta ár og að hægt verði að áætla niðurfellingu hvers heimilis fljótlega með mikilli vissu. Þangað til endanlegt frumvarp um málið hefur verið samþykkt getur sjóðurinn ekki gefið nákvæmari svör. Sömu svör eru að fá frá forsætisráðnuneytinu. Að ferlið liggi ekki ljóst fyrir ennþá enda þurfi að útfæra áætlunina nánar í frumvörpum.Anna Guðrún SigurjónsdóttirMynd / VilhelmSetja peninginn frekar í eitthvað annað „Ég fæ einhverja lækkun er alls ekki ánægð með þessar tillögur,“ segir Anna Guðrún Sigurjónsdóttir. Hún segir skuldaleiðréttingar breyta sáralitlu hjá henni, að lánin lækki kannski um milljón sem að hennar mati verði komið aftur eftir ár. „Ég hefði viljað sleppa þessu og setja peninginn í eitthvað annað, eins og að lækka persónuafslátt eða í Landspítalann.Borgþór Rafn ÞórhallssonMynd / VilhelmKemur að góðum notum„Þetta mun koma sér að góðum notum,“ segir Borgþór Rafn Þórhallsson. Aðgerðaráætlunin kemur Borgþóri ekki á óvart og er í takt við væntingar sem hann hafði. Hann veit þó ekki nákvæmlega hvaða leið hann muni fara. „Ég er ekki búinn að ákveða hvort ég taki viðbótarlífeyrissparnaðinn í þetta. Ég þarf að skoða þetta betur.“Ragnheiður Helga ÓladóttirMynd / VilhelmHvað verður gert fyrir eldri borgara? „Þetta hefur ekki áhrif á mig, ég fæ ekkert. Ætli maður verði ekki að sætta sig við það,“ segir Ragnheiður Helga Óladóttir. Hún er hefur aftur á móti áhyggjur af unga fólkinu. „Það á ekkert eftir að eiga þegar það er komið á aldur ef það nýtir séreignasparnaðinn. Þá lendir það í sömu stöðu og ég sem er enn að bíða eftir að ríkisstjórnin geri eitthvað fyrir eldri borgara.“Snorri Evertsson.Mynd / VilhelmÁnægður með að fólk fái réttlæti Snorri Evertsson mun ekkert fá persónulega úr skuldaleiðréttingum. „Nei, þetta hefur engin áhrif á mig af því að ég skulda of lítið.“ Snorri er þó ánægður með aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Mér finnst sjálfsagt mál fjármunum sé eytt í þetta. Mér þykir óréttlátt hvernig þetta hefur farið og hef ekkert á móti því að bæta fólki það upp.“
Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira