Vík Prjónsdóttir hlaut hæsta styrkinn Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. desember 2013 09:15 Á bak við Vík Prjónsdóttur eru þær Þuríður Rós Sigþórsdóttir og Brynhildur Pálsdóttir ásamt Guðfinnu. MYND/ARI MAGG Hönnunarsjóður úthlutaði í fyrsta skipti til hönnuða og arkitekta, ríflega 41 milljón króna, í gær. Alls hlutu 29 verkefni styrk auk þess sem veittir voru ferðastyrkir til þrettán verkefna. Hæsta styrkinn hlaut Vík Prjónsdóttir, alls 3,8 milljónir. „Við erum rosalega þakklátar fyrir að hafa fengið styrkinn og þetta mun hafa gríðarlega mikið að segja fyrir okkur. Við sóttum um styrkinn til að geta farið í samstarfsverkefni við aðra hönnuði. Annars vegar við tískuhúsið JÖR og hins vegar við Hjalta Karlsson, sem er grafískur hönnuður og rekur stofuna Karlssonwilker í New York,“ segir Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, sem skipar hönnunarteymið Vík Prjónsdóttur ásamt þeim Brynhildi Pálsdóttur og Þuríði Rós Sigþórsdóttur. „Við höfum fengið mikið út úr því að vinna með hönnuðum, þverfaglega. Þá gerast hlutir sem myndu annars ekki gerast ef við værum bara einar að vinna,“ segir Guðfinna jafnframt. Rúmlega tvö hundruð umsóknir bárust sjóðnum og var sótt um yfir fjögur hundruð milljónir, eða tífalda upphæðina sem var til skiptanna. „Fjöldi umsókna sýnir skýrt fram á þörfina á slíkum sjóði. Það er því bæði sjokkerandi og mikil synd að stjórnvöld sjái ekki ástæðu til að eyrnamerkja þetta fé áfram uppbyggingu í hönnunarfaginu. Rannsóknir og þróunarverkefni eru lífsnauðsynlegir þættir í uppbyggingu fagsins,“ segir Guðfinna, en útlit er fyrir að Hönnunarsjóðurinn verði lagður niður eftir sína fyrstu og einu úthlutun. Úthlutun Hönnunarsjóðs: Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs; þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk sérstakra ferðastyrkja.Þessir hlutu styrki yfir eina milljón króna:Vík Prjónsdóttir 3.800.000 kr.Studiobility ehf. 2.200.000 kr.Dögg Guðmundsdóttir 2.100.000 kr.Katrín Ólína Pétursdóttir 2.000.000 kr.Dagný Bjarnadóttir 2.000.000 kr.Signý Kolbeinsdóttir 2.000.000 kr.G. Orri Finnbogason 2.000.000 kr.María Kristín Jónsdóttir 1.800.000 kr.Anna Leoniak 1.500.000 kr.As We Grow ehf. 1.500.000 kr.Bryndís Bolladóttir 1.500.000 kr.Scintilla ehf. 1.500.000 kr.Steinunn Sigurd ehf. 1.500.000 kr. Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Hönnunarsjóður úthlutaði í fyrsta skipti til hönnuða og arkitekta, ríflega 41 milljón króna, í gær. Alls hlutu 29 verkefni styrk auk þess sem veittir voru ferðastyrkir til þrettán verkefna. Hæsta styrkinn hlaut Vík Prjónsdóttir, alls 3,8 milljónir. „Við erum rosalega þakklátar fyrir að hafa fengið styrkinn og þetta mun hafa gríðarlega mikið að segja fyrir okkur. Við sóttum um styrkinn til að geta farið í samstarfsverkefni við aðra hönnuði. Annars vegar við tískuhúsið JÖR og hins vegar við Hjalta Karlsson, sem er grafískur hönnuður og rekur stofuna Karlssonwilker í New York,“ segir Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, sem skipar hönnunarteymið Vík Prjónsdóttur ásamt þeim Brynhildi Pálsdóttur og Þuríði Rós Sigþórsdóttur. „Við höfum fengið mikið út úr því að vinna með hönnuðum, þverfaglega. Þá gerast hlutir sem myndu annars ekki gerast ef við værum bara einar að vinna,“ segir Guðfinna jafnframt. Rúmlega tvö hundruð umsóknir bárust sjóðnum og var sótt um yfir fjögur hundruð milljónir, eða tífalda upphæðina sem var til skiptanna. „Fjöldi umsókna sýnir skýrt fram á þörfina á slíkum sjóði. Það er því bæði sjokkerandi og mikil synd að stjórnvöld sjái ekki ástæðu til að eyrnamerkja þetta fé áfram uppbyggingu í hönnunarfaginu. Rannsóknir og þróunarverkefni eru lífsnauðsynlegir þættir í uppbyggingu fagsins,“ segir Guðfinna, en útlit er fyrir að Hönnunarsjóðurinn verði lagður niður eftir sína fyrstu og einu úthlutun. Úthlutun Hönnunarsjóðs: Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs; þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk sérstakra ferðastyrkja.Þessir hlutu styrki yfir eina milljón króna:Vík Prjónsdóttir 3.800.000 kr.Studiobility ehf. 2.200.000 kr.Dögg Guðmundsdóttir 2.100.000 kr.Katrín Ólína Pétursdóttir 2.000.000 kr.Dagný Bjarnadóttir 2.000.000 kr.Signý Kolbeinsdóttir 2.000.000 kr.G. Orri Finnbogason 2.000.000 kr.María Kristín Jónsdóttir 1.800.000 kr.Anna Leoniak 1.500.000 kr.As We Grow ehf. 1.500.000 kr.Bryndís Bolladóttir 1.500.000 kr.Scintilla ehf. 1.500.000 kr.Steinunn Sigurd ehf. 1.500.000 kr.
Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira