Jólahefðir og jólastaðreyndir Teitur Guðmundsson skrifar 24. desember 2013 06:00 Í dag er aðfangadagur, stærsti dagur ársins fyrir marga, sérstaklega börnin sem eru full tilhlökkunar að opna pakkana sína í kvöld þegar jólaklukkurnar klingja. Þegar maður eldist færist ákveðin nostalgía yfir og þessi tími er ljúfur, skemmtilegur og minningarnar margar eftir svo mörg jól. Það er merkilegt að það virðist alltaf vera styttra og styttra milli jóla, sem barni fannst manni óratími á milli hátíða. Það skýrist líklega af því að eitt ár verður alltaf minni og minni hluti af ævi hvers og eins. Hefðirnar eru sterkar og við erum ansi vanaföst sem er gott, það er traustvekjandi að vita hvað bíður manns, óvissa er erfið tilfinning. Það getur þó verið heilmikil spenna engu að síður, kannski fyrst og fremst að vita hvað leynist í fagurlega skreyttum pökkunum undir trénu. Það er gaman að velta fyrir sér hvernig jólin hafa þróast með tilliti til hefða og hversu mikill munur er á þeim milli landa. Íslenskar hefðir sem við þekkjum hvað best eru tiltölulega nýjar af nálinni, þó við höfum haldið jólin til að minnast fæðingar frelsarans allt frá kristnitöku hérlendis. Það hefur alla tíð þótt góður siður að gera vel við sig í mat og drykk, jafnvel í hinu heiðna samfélagi var vetrarsólstöðum fagnað eins og það var kallað þá og „drukku menn jól“. Slíkt er gert enn þann dag í dag en ég vona að menn gangi hægt og örugglega um gleðinnar dyr, það er verra að fara yfir strikið. Hangikjöt hefur fylgt okkur nokkuð lengi og er órjúfanlegur hluti jólanna eins og laufabrauðið sem er þekkt síðan á fyrri hluta átjándu aldar og er hið mesta sælgæti. Þar sem djúpsteikt hveiti er ekki á borðum nema stöku sinnum á ári er um að gera að njóta þess vel!Hollasti jólamaturinn Reykt svínakjöt er vinsælasti jólamaturinn í áraraðir á Íslandi, hefð frá Danmörku sem er jafn hættuleg hjartaveikum og þeim sem eru með háan blóðþrýsting og hangikjötið íslenska. Rjúpan sem var matur fátæka mannsins sem ekki átti lambakjöt í gamla daga er orðin sjaldgæfari en áður. Kalkúnn sem er algengur jólamatur var líklega fyrst borinn á borð fyrir Hinrik VIII Englandskonung á jólunum á fimmtándu öld og er sennilega hollasti jólamaturinn ásamt rjúpu. Hér takast á hefðir, bragðlaukar og hollusta, ekki satt? Jólagrauturinn er líka þekktur alla tíð síðan úr fornsögunum, í þá daga úr bankabyggi með sírópsmjólk, síðar úr hrísgrjónum með rúsínum hjá þeim sem voru svo heppnir að eiga þær. Mandlan í grautinn er dönsk hefð sem er stolin frá Frökkum og kemur nokkru síðar auk möndlugjafarinnar. Ris à l'amande með kirsuberjasósu er fínni útgáfa af jólagraut með kanil og rúsínum, menn geta svo rifist um hvort er betra. Jólaglöggið er líklega þýskt að uppruna frá miðri fimmtándu öld og hefur þróast í nokkrar áttir, helsta breytingin er magn áfengis og kryddin sem notuð eru, líklega er þó alltaf sami grunnurinn úr rauðvíni og sykri eða hunangi. Hinn besti lögur almennt en getur þó verið skeinuhættur í miklu magni hvað varðar lifrarstarfsemi líkt og gildir um annað áfengi. Annar áfengur jóladrykkur er eggjapúns sem hefur ekki náð fótfestu hérlendis og er oftast tengdur við Bandaríkin, en á sennilega rætur að rekja til Englands og kemur til sögunnar mun síðar en glöggið. Jólatréð inní stofu er þýsk hefð frá átjándu öld, en fyrstu tæplega hundrað árin voru notuð kerti eða lugtir til að lýsa það upp. Fyrsta rafmagnsjólaserían var sett í samband fyrir rúmum 130 árum af samstarfsmanni Thomas Edisons. Það hefur vafalaust dregið úr sárum, reyk og eitrun af völdum bruna, en ljósin komu löngu síðar á markað til almennings og lýsa í dag upp skammdegið sem mest þau mega og létta okkur lundina. Jólapappírinn, það að skreyta fagurlega pakkana undir trénu, og senda jólakort eins og við þekkjum þau í dag er hefð sem byrjaði í upphafi tuttugustu aldar í Bandaríkjunum og er öllum hollt að hugsa hlýtt til fjölskyldu, vina og ættingja og viðhalda tengslum. En svona til að loka þessu þá er lagið „Heims um ból“ eitt þekktasta og mest þýdda lag í heimi, um helmingur jarðarbúa þekkir lagið sem hefur verið þýtt á yfir 300 tungumál. Nokkuð sem Mohr og Gruber gátu ekki ímyndað sér á aðfangadagskvöld í Austurríki árið 1818. Ykkur öllum gleðileg jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Í dag er aðfangadagur, stærsti dagur ársins fyrir marga, sérstaklega börnin sem eru full tilhlökkunar að opna pakkana sína í kvöld þegar jólaklukkurnar klingja. Þegar maður eldist færist ákveðin nostalgía yfir og þessi tími er ljúfur, skemmtilegur og minningarnar margar eftir svo mörg jól. Það er merkilegt að það virðist alltaf vera styttra og styttra milli jóla, sem barni fannst manni óratími á milli hátíða. Það skýrist líklega af því að eitt ár verður alltaf minni og minni hluti af ævi hvers og eins. Hefðirnar eru sterkar og við erum ansi vanaföst sem er gott, það er traustvekjandi að vita hvað bíður manns, óvissa er erfið tilfinning. Það getur þó verið heilmikil spenna engu að síður, kannski fyrst og fremst að vita hvað leynist í fagurlega skreyttum pökkunum undir trénu. Það er gaman að velta fyrir sér hvernig jólin hafa þróast með tilliti til hefða og hversu mikill munur er á þeim milli landa. Íslenskar hefðir sem við þekkjum hvað best eru tiltölulega nýjar af nálinni, þó við höfum haldið jólin til að minnast fæðingar frelsarans allt frá kristnitöku hérlendis. Það hefur alla tíð þótt góður siður að gera vel við sig í mat og drykk, jafnvel í hinu heiðna samfélagi var vetrarsólstöðum fagnað eins og það var kallað þá og „drukku menn jól“. Slíkt er gert enn þann dag í dag en ég vona að menn gangi hægt og örugglega um gleðinnar dyr, það er verra að fara yfir strikið. Hangikjöt hefur fylgt okkur nokkuð lengi og er órjúfanlegur hluti jólanna eins og laufabrauðið sem er þekkt síðan á fyrri hluta átjándu aldar og er hið mesta sælgæti. Þar sem djúpsteikt hveiti er ekki á borðum nema stöku sinnum á ári er um að gera að njóta þess vel!Hollasti jólamaturinn Reykt svínakjöt er vinsælasti jólamaturinn í áraraðir á Íslandi, hefð frá Danmörku sem er jafn hættuleg hjartaveikum og þeim sem eru með háan blóðþrýsting og hangikjötið íslenska. Rjúpan sem var matur fátæka mannsins sem ekki átti lambakjöt í gamla daga er orðin sjaldgæfari en áður. Kalkúnn sem er algengur jólamatur var líklega fyrst borinn á borð fyrir Hinrik VIII Englandskonung á jólunum á fimmtándu öld og er sennilega hollasti jólamaturinn ásamt rjúpu. Hér takast á hefðir, bragðlaukar og hollusta, ekki satt? Jólagrauturinn er líka þekktur alla tíð síðan úr fornsögunum, í þá daga úr bankabyggi með sírópsmjólk, síðar úr hrísgrjónum með rúsínum hjá þeim sem voru svo heppnir að eiga þær. Mandlan í grautinn er dönsk hefð sem er stolin frá Frökkum og kemur nokkru síðar auk möndlugjafarinnar. Ris à l'amande með kirsuberjasósu er fínni útgáfa af jólagraut með kanil og rúsínum, menn geta svo rifist um hvort er betra. Jólaglöggið er líklega þýskt að uppruna frá miðri fimmtándu öld og hefur þróast í nokkrar áttir, helsta breytingin er magn áfengis og kryddin sem notuð eru, líklega er þó alltaf sami grunnurinn úr rauðvíni og sykri eða hunangi. Hinn besti lögur almennt en getur þó verið skeinuhættur í miklu magni hvað varðar lifrarstarfsemi líkt og gildir um annað áfengi. Annar áfengur jóladrykkur er eggjapúns sem hefur ekki náð fótfestu hérlendis og er oftast tengdur við Bandaríkin, en á sennilega rætur að rekja til Englands og kemur til sögunnar mun síðar en glöggið. Jólatréð inní stofu er þýsk hefð frá átjándu öld, en fyrstu tæplega hundrað árin voru notuð kerti eða lugtir til að lýsa það upp. Fyrsta rafmagnsjólaserían var sett í samband fyrir rúmum 130 árum af samstarfsmanni Thomas Edisons. Það hefur vafalaust dregið úr sárum, reyk og eitrun af völdum bruna, en ljósin komu löngu síðar á markað til almennings og lýsa í dag upp skammdegið sem mest þau mega og létta okkur lundina. Jólapappírinn, það að skreyta fagurlega pakkana undir trénu, og senda jólakort eins og við þekkjum þau í dag er hefð sem byrjaði í upphafi tuttugustu aldar í Bandaríkjunum og er öllum hollt að hugsa hlýtt til fjölskyldu, vina og ættingja og viðhalda tengslum. En svona til að loka þessu þá er lagið „Heims um ból“ eitt þekktasta og mest þýdda lag í heimi, um helmingur jarðarbúa þekkir lagið sem hefur verið þýtt á yfir 300 tungumál. Nokkuð sem Mohr og Gruber gátu ekki ímyndað sér á aðfangadagskvöld í Austurríki árið 1818. Ykkur öllum gleðileg jól.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun