Nýtt íslenskt dagatal Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 30. desember 2013 15:30 Guðrún Valdimarsdóttir hannaði dagatal fyrir árið 2014 sem skorið er út úr pappa. Mynd/gva Ég fékk hugmyndina þegar ég vann jólaskraut fyrir leysiskurðarverkstæðið Geisla nú fyrir jólin. Hugurinn var fullur af hugmyndum að einhverju til að skera út og mig hafði lengi langað í dagatal sem sýndi allt árið í einu,“ segir Guðrún Valdimarsdóttir vöruhönnuður en hún sendi nýlega frá sér dagatal fyrir árið 2014, sem skorið er út úr pappa. „Það er gaman að hengja það út í glugga og eins er hægt að setja litaðan pappír á bak við dagatalið. Þá væri til dæmis hægt að lita ofan í daginn, til að marka tímann,“ segir Guðrún. Sjálf segist hún fylgjast vel með tímanum og eiga dagatöl í hverju horni. „Ég er alltaf að skoða dagatalið í símanum og í tölvunni og hef verið með nokkur dagatöl frá bönkum hér og þar í felum uppi í hillum. Ég er svona „listamanneskja“ og geri marga lista yfir allt sem ég þarf að gera. Ég er mjög skipulögð manneskja,“ segir Guðrún hlæjandi. „Ég gæti vel hugsað mér að gera dagatal á hverju ári,“ bætir hún við.Guðrún er þó ekki búin að gera lista yfir áramótaheitin og segist hálfpartinn á móti áramótaheitum. „Allavega fyrir sjálfa mig. Ég vil frekar reyna að bæta mig allt árið.“ En hvaða hluti dagatalsins er í uppáhaldi hjá Guðrúnu? „Jólin og sumrin eru minn uppáhaldstími ársins. Ég á afmæli í lok sumars og um leið og það er búið fer ég að hlakka til jólanna. Núna er ég farin að bíða eftir sumrinu,“ segir hún glaðlega. „Það verður reyndar mikið að gera í vor. Ég ætla að taka þátt í HönnunarMars og er strax farin að undirbúa það. Ég ætla að sýna nýtt skrifborð með hirslum svo hægt sé að skipuleggja sig vel. Það verður líka hægt að fela allar snúrur í skrifborðinu,“ segir Guðrún kankvís. Spurð hvernig hún ætli að eyða áramótunum segist hún eiga von á fjölskyldunni í mat og hefur því í nógu að snúast. HönnunarMars Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Ég fékk hugmyndina þegar ég vann jólaskraut fyrir leysiskurðarverkstæðið Geisla nú fyrir jólin. Hugurinn var fullur af hugmyndum að einhverju til að skera út og mig hafði lengi langað í dagatal sem sýndi allt árið í einu,“ segir Guðrún Valdimarsdóttir vöruhönnuður en hún sendi nýlega frá sér dagatal fyrir árið 2014, sem skorið er út úr pappa. „Það er gaman að hengja það út í glugga og eins er hægt að setja litaðan pappír á bak við dagatalið. Þá væri til dæmis hægt að lita ofan í daginn, til að marka tímann,“ segir Guðrún. Sjálf segist hún fylgjast vel með tímanum og eiga dagatöl í hverju horni. „Ég er alltaf að skoða dagatalið í símanum og í tölvunni og hef verið með nokkur dagatöl frá bönkum hér og þar í felum uppi í hillum. Ég er svona „listamanneskja“ og geri marga lista yfir allt sem ég þarf að gera. Ég er mjög skipulögð manneskja,“ segir Guðrún hlæjandi. „Ég gæti vel hugsað mér að gera dagatal á hverju ári,“ bætir hún við.Guðrún er þó ekki búin að gera lista yfir áramótaheitin og segist hálfpartinn á móti áramótaheitum. „Allavega fyrir sjálfa mig. Ég vil frekar reyna að bæta mig allt árið.“ En hvaða hluti dagatalsins er í uppáhaldi hjá Guðrúnu? „Jólin og sumrin eru minn uppáhaldstími ársins. Ég á afmæli í lok sumars og um leið og það er búið fer ég að hlakka til jólanna. Núna er ég farin að bíða eftir sumrinu,“ segir hún glaðlega. „Það verður reyndar mikið að gera í vor. Ég ætla að taka þátt í HönnunarMars og er strax farin að undirbúa það. Ég ætla að sýna nýtt skrifborð með hirslum svo hægt sé að skipuleggja sig vel. Það verður líka hægt að fela allar snúrur í skrifborðinu,“ segir Guðrún kankvís. Spurð hvernig hún ætli að eyða áramótunum segist hún eiga von á fjölskyldunni í mat og hefur því í nógu að snúast.
HönnunarMars Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira