Segir ritstjóra DV hafa hótað sér Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. janúar 2014 14:54 Þórey segist hafa átt nokkur símtöl við Reyni þar sem hún hafi "reynt að leiðrétta rangan fréttaflutning af málinu“. vísir: auðunn/Valli Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, segir Reyni Traustason, ritstjóra DV, hafa hótað sér vegna ummæla hennar í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Í þættinum sagði Þórey að fréttaflutningur af málum hælisleitandans Tony Omos, sem var snúið á sínum tíma til Sviss, væri beinlínis hugsaður til að koma höggi á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. DV hefur fjallað um málið en það snýst meðal annars um leka, minnisblað úr ráðuneytinu sem Fréttablaðið og Morgunblaðið byggðu á frétt sem greindi frá því að Omos væri til rannsóknar vegna ýmissa sakarefna. Á Facebook-síðu sinni segir Þórey:„Var að fá eitt ógeðfelldasta símtal sem ég hef nokkurn tíma fengið á mínum starfsferli frá Reyni Traustasyni ritstjóra DV sem hótaði mér því að ef ég bæði DV ekki afsökunar á ummælum mínum í morgunútvarpinu innan tveggja tíma - þá færi hann „í mig“,“ skrifar Þórey og bætir við: „Ég stend við það sem ég sagði í morgunútvarpinu og læt ekki hóta mér með þessum hætti.“ Í athugasemdakerfinu tjáir Reynir sig og spyr hvort Þórey vilji ekki upplýsa um „hin einkasamtölin“ þeirra á milli. „Og einnig einkasamtalið við ráðherrann.“ Þessu svarar Þórey og segist hafa átt nokkur símtöl við Reyni þar sem hún hafi „reynt að leiðrétta rangan fréttaflutning af málinu, án árangurs“.„Leiðinlegt að sitja undir þessu“ Hanna Birna hefur þvertekið fyrir að minnisblaðið hafi komið frá starfsmönnum ráðuneytisins en eins og Bergsteinn Sigurðsson, þáttastjórnandi Morgunútvarpsins, benti á er vandséð hvaðan annars staðar minnisblaðið getur hafa komið. Málið er nú hjá ríkissaksóknar til skoðunar. „Það er leiðinlegt að sitja undir þessu. Þetta eru að verða tveir mánuðir sem þetta mál hefur verið til umfjöllunar. Það er rétt, þetta er komið til ríkissaksóknara, þetta er í októberlok, þá vitna fjölmiðlar í minnisblað úr ráðuneytinu... rekstrarfélag stjórnarráðsins fer þá strax í að gera athugun á því hvort umrædd gögn hafi farið úr ráðuneytinu, gögn sem tengjast þessum hælisleitendum og komast að því að svo er ekki,“ sagði Þórey. Hún staðhæfir að búið sé að taka fyrir að gögn hafi farið frá starfsmönnum ráðuneytisins, rannsókn hafi farið fram á því sem náði yfir alla starfsmenn, „okkur aðstoðarmennina, alla.“ Þórey var spurð hvort hún hafi ekki lekið minnisblaðinu? „Nei auðvitað lak ég þessu ekki, að sjálfsögðu ekki. Starfsfólk ráðuneytisins er að höndla með þessi viðkvæmu mál hælisleitenda, fjalla um ýmis mál, einhver 5.000 þúsund mál sem við fjöllum um á hverju ári í ráðuneytinu og gríðarlegt gagnamagn sem fylgir hverju og einu máli. Starfsfólkið er í ráðuneytinu er sérstaklega vandað og sérstaklega formfast. Enda finnum við fyrir því að þetta beinist ekki gegn starfsfólkinu. Þetta er meira til að koma höggi á ráðherrann. Það er augljóst. Og þess vegna hefur verið fjallað mjög mikið um okkur aðstoðarmennina og hana í þessu sambandi. Athyglisvert að fylgjast með því hvernig DV hefur gengið fram í þessu máli: 50 fréttir af málinu!“ Þórey er þá spurð í þá veru að ekki sé öðrum til að dreifa, öll gögn til annarra tengdra aðila séu skráð og þar eru engin spor um minnisblaðið. „Nei, það er búið að fara í gegnum tölvusamskipti og búið að sýna fram á að þetta hafi ekki farið frá ráðuneytinu.“ Lekamálið Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, segir Reyni Traustason, ritstjóra DV, hafa hótað sér vegna ummæla hennar í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Í þættinum sagði Þórey að fréttaflutningur af málum hælisleitandans Tony Omos, sem var snúið á sínum tíma til Sviss, væri beinlínis hugsaður til að koma höggi á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. DV hefur fjallað um málið en það snýst meðal annars um leka, minnisblað úr ráðuneytinu sem Fréttablaðið og Morgunblaðið byggðu á frétt sem greindi frá því að Omos væri til rannsóknar vegna ýmissa sakarefna. Á Facebook-síðu sinni segir Þórey:„Var að fá eitt ógeðfelldasta símtal sem ég hef nokkurn tíma fengið á mínum starfsferli frá Reyni Traustasyni ritstjóra DV sem hótaði mér því að ef ég bæði DV ekki afsökunar á ummælum mínum í morgunútvarpinu innan tveggja tíma - þá færi hann „í mig“,“ skrifar Þórey og bætir við: „Ég stend við það sem ég sagði í morgunútvarpinu og læt ekki hóta mér með þessum hætti.“ Í athugasemdakerfinu tjáir Reynir sig og spyr hvort Þórey vilji ekki upplýsa um „hin einkasamtölin“ þeirra á milli. „Og einnig einkasamtalið við ráðherrann.“ Þessu svarar Þórey og segist hafa átt nokkur símtöl við Reyni þar sem hún hafi „reynt að leiðrétta rangan fréttaflutning af málinu, án árangurs“.„Leiðinlegt að sitja undir þessu“ Hanna Birna hefur þvertekið fyrir að minnisblaðið hafi komið frá starfsmönnum ráðuneytisins en eins og Bergsteinn Sigurðsson, þáttastjórnandi Morgunútvarpsins, benti á er vandséð hvaðan annars staðar minnisblaðið getur hafa komið. Málið er nú hjá ríkissaksóknar til skoðunar. „Það er leiðinlegt að sitja undir þessu. Þetta eru að verða tveir mánuðir sem þetta mál hefur verið til umfjöllunar. Það er rétt, þetta er komið til ríkissaksóknara, þetta er í októberlok, þá vitna fjölmiðlar í minnisblað úr ráðuneytinu... rekstrarfélag stjórnarráðsins fer þá strax í að gera athugun á því hvort umrædd gögn hafi farið úr ráðuneytinu, gögn sem tengjast þessum hælisleitendum og komast að því að svo er ekki,“ sagði Þórey. Hún staðhæfir að búið sé að taka fyrir að gögn hafi farið frá starfsmönnum ráðuneytisins, rannsókn hafi farið fram á því sem náði yfir alla starfsmenn, „okkur aðstoðarmennina, alla.“ Þórey var spurð hvort hún hafi ekki lekið minnisblaðinu? „Nei auðvitað lak ég þessu ekki, að sjálfsögðu ekki. Starfsfólk ráðuneytisins er að höndla með þessi viðkvæmu mál hælisleitenda, fjalla um ýmis mál, einhver 5.000 þúsund mál sem við fjöllum um á hverju ári í ráðuneytinu og gríðarlegt gagnamagn sem fylgir hverju og einu máli. Starfsfólkið er í ráðuneytinu er sérstaklega vandað og sérstaklega formfast. Enda finnum við fyrir því að þetta beinist ekki gegn starfsfólkinu. Þetta er meira til að koma höggi á ráðherrann. Það er augljóst. Og þess vegna hefur verið fjallað mjög mikið um okkur aðstoðarmennina og hana í þessu sambandi. Athyglisvert að fylgjast með því hvernig DV hefur gengið fram í þessu máli: 50 fréttir af málinu!“ Þórey er þá spurð í þá veru að ekki sé öðrum til að dreifa, öll gögn til annarra tengdra aðila séu skráð og þar eru engin spor um minnisblaðið. „Nei, það er búið að fara í gegnum tölvusamskipti og búið að sýna fram á að þetta hafi ekki farið frá ráðuneytinu.“
Lekamálið Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira