Segir ritstjóra DV hafa hótað sér Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. janúar 2014 14:54 Þórey segist hafa átt nokkur símtöl við Reyni þar sem hún hafi "reynt að leiðrétta rangan fréttaflutning af málinu“. vísir: auðunn/Valli Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, segir Reyni Traustason, ritstjóra DV, hafa hótað sér vegna ummæla hennar í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Í þættinum sagði Þórey að fréttaflutningur af málum hælisleitandans Tony Omos, sem var snúið á sínum tíma til Sviss, væri beinlínis hugsaður til að koma höggi á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. DV hefur fjallað um málið en það snýst meðal annars um leka, minnisblað úr ráðuneytinu sem Fréttablaðið og Morgunblaðið byggðu á frétt sem greindi frá því að Omos væri til rannsóknar vegna ýmissa sakarefna. Á Facebook-síðu sinni segir Þórey:„Var að fá eitt ógeðfelldasta símtal sem ég hef nokkurn tíma fengið á mínum starfsferli frá Reyni Traustasyni ritstjóra DV sem hótaði mér því að ef ég bæði DV ekki afsökunar á ummælum mínum í morgunútvarpinu innan tveggja tíma - þá færi hann „í mig“,“ skrifar Þórey og bætir við: „Ég stend við það sem ég sagði í morgunútvarpinu og læt ekki hóta mér með þessum hætti.“ Í athugasemdakerfinu tjáir Reynir sig og spyr hvort Þórey vilji ekki upplýsa um „hin einkasamtölin“ þeirra á milli. „Og einnig einkasamtalið við ráðherrann.“ Þessu svarar Þórey og segist hafa átt nokkur símtöl við Reyni þar sem hún hafi „reynt að leiðrétta rangan fréttaflutning af málinu, án árangurs“.„Leiðinlegt að sitja undir þessu“ Hanna Birna hefur þvertekið fyrir að minnisblaðið hafi komið frá starfsmönnum ráðuneytisins en eins og Bergsteinn Sigurðsson, þáttastjórnandi Morgunútvarpsins, benti á er vandséð hvaðan annars staðar minnisblaðið getur hafa komið. Málið er nú hjá ríkissaksóknar til skoðunar. „Það er leiðinlegt að sitja undir þessu. Þetta eru að verða tveir mánuðir sem þetta mál hefur verið til umfjöllunar. Það er rétt, þetta er komið til ríkissaksóknara, þetta er í októberlok, þá vitna fjölmiðlar í minnisblað úr ráðuneytinu... rekstrarfélag stjórnarráðsins fer þá strax í að gera athugun á því hvort umrædd gögn hafi farið úr ráðuneytinu, gögn sem tengjast þessum hælisleitendum og komast að því að svo er ekki,“ sagði Þórey. Hún staðhæfir að búið sé að taka fyrir að gögn hafi farið frá starfsmönnum ráðuneytisins, rannsókn hafi farið fram á því sem náði yfir alla starfsmenn, „okkur aðstoðarmennina, alla.“ Þórey var spurð hvort hún hafi ekki lekið minnisblaðinu? „Nei auðvitað lak ég þessu ekki, að sjálfsögðu ekki. Starfsfólk ráðuneytisins er að höndla með þessi viðkvæmu mál hælisleitenda, fjalla um ýmis mál, einhver 5.000 þúsund mál sem við fjöllum um á hverju ári í ráðuneytinu og gríðarlegt gagnamagn sem fylgir hverju og einu máli. Starfsfólkið er í ráðuneytinu er sérstaklega vandað og sérstaklega formfast. Enda finnum við fyrir því að þetta beinist ekki gegn starfsfólkinu. Þetta er meira til að koma höggi á ráðherrann. Það er augljóst. Og þess vegna hefur verið fjallað mjög mikið um okkur aðstoðarmennina og hana í þessu sambandi. Athyglisvert að fylgjast með því hvernig DV hefur gengið fram í þessu máli: 50 fréttir af málinu!“ Þórey er þá spurð í þá veru að ekki sé öðrum til að dreifa, öll gögn til annarra tengdra aðila séu skráð og þar eru engin spor um minnisblaðið. „Nei, það er búið að fara í gegnum tölvusamskipti og búið að sýna fram á að þetta hafi ekki farið frá ráðuneytinu.“ Lekamálið Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, segir Reyni Traustason, ritstjóra DV, hafa hótað sér vegna ummæla hennar í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Í þættinum sagði Þórey að fréttaflutningur af málum hælisleitandans Tony Omos, sem var snúið á sínum tíma til Sviss, væri beinlínis hugsaður til að koma höggi á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. DV hefur fjallað um málið en það snýst meðal annars um leka, minnisblað úr ráðuneytinu sem Fréttablaðið og Morgunblaðið byggðu á frétt sem greindi frá því að Omos væri til rannsóknar vegna ýmissa sakarefna. Á Facebook-síðu sinni segir Þórey:„Var að fá eitt ógeðfelldasta símtal sem ég hef nokkurn tíma fengið á mínum starfsferli frá Reyni Traustasyni ritstjóra DV sem hótaði mér því að ef ég bæði DV ekki afsökunar á ummælum mínum í morgunútvarpinu innan tveggja tíma - þá færi hann „í mig“,“ skrifar Þórey og bætir við: „Ég stend við það sem ég sagði í morgunútvarpinu og læt ekki hóta mér með þessum hætti.“ Í athugasemdakerfinu tjáir Reynir sig og spyr hvort Þórey vilji ekki upplýsa um „hin einkasamtölin“ þeirra á milli. „Og einnig einkasamtalið við ráðherrann.“ Þessu svarar Þórey og segist hafa átt nokkur símtöl við Reyni þar sem hún hafi „reynt að leiðrétta rangan fréttaflutning af málinu, án árangurs“.„Leiðinlegt að sitja undir þessu“ Hanna Birna hefur þvertekið fyrir að minnisblaðið hafi komið frá starfsmönnum ráðuneytisins en eins og Bergsteinn Sigurðsson, þáttastjórnandi Morgunútvarpsins, benti á er vandséð hvaðan annars staðar minnisblaðið getur hafa komið. Málið er nú hjá ríkissaksóknar til skoðunar. „Það er leiðinlegt að sitja undir þessu. Þetta eru að verða tveir mánuðir sem þetta mál hefur verið til umfjöllunar. Það er rétt, þetta er komið til ríkissaksóknara, þetta er í októberlok, þá vitna fjölmiðlar í minnisblað úr ráðuneytinu... rekstrarfélag stjórnarráðsins fer þá strax í að gera athugun á því hvort umrædd gögn hafi farið úr ráðuneytinu, gögn sem tengjast þessum hælisleitendum og komast að því að svo er ekki,“ sagði Þórey. Hún staðhæfir að búið sé að taka fyrir að gögn hafi farið frá starfsmönnum ráðuneytisins, rannsókn hafi farið fram á því sem náði yfir alla starfsmenn, „okkur aðstoðarmennina, alla.“ Þórey var spurð hvort hún hafi ekki lekið minnisblaðinu? „Nei auðvitað lak ég þessu ekki, að sjálfsögðu ekki. Starfsfólk ráðuneytisins er að höndla með þessi viðkvæmu mál hælisleitenda, fjalla um ýmis mál, einhver 5.000 þúsund mál sem við fjöllum um á hverju ári í ráðuneytinu og gríðarlegt gagnamagn sem fylgir hverju og einu máli. Starfsfólkið er í ráðuneytinu er sérstaklega vandað og sérstaklega formfast. Enda finnum við fyrir því að þetta beinist ekki gegn starfsfólkinu. Þetta er meira til að koma höggi á ráðherrann. Það er augljóst. Og þess vegna hefur verið fjallað mjög mikið um okkur aðstoðarmennina og hana í þessu sambandi. Athyglisvert að fylgjast með því hvernig DV hefur gengið fram í þessu máli: 50 fréttir af málinu!“ Þórey er þá spurð í þá veru að ekki sé öðrum til að dreifa, öll gögn til annarra tengdra aðila séu skráð og þar eru engin spor um minnisblaðið. „Nei, það er búið að fara í gegnum tölvusamskipti og búið að sýna fram á að þetta hafi ekki farið frá ráðuneytinu.“
Lekamálið Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira