Handbolti

Ótrúlegur lokakafli og frábær útisigur hjá Ólafi og félögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Guðmundsson í leik með Íslandi á EM.
Ólafur Guðmundsson í leik með Íslandi á EM. Vísir/Daníel
Íslenski landsliðsmaðurinn Ólafur Guðmundsson og félagar hans í IFK Kristianstad unnu magnaðan endurkomusigur á útivelli á móti H 43 Lund, 32-26, í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Ólafur átti fínan leik en hann skoraði átta mörk fyrir Kristianstad sem er áfram á toppi deildarinnar en þetta var 17 sigur liðsins í 21 leik á leiktíðinni. Það leit þó lengi út fyrir að liðið væri að fara tapa stigum á móti einu af neðstu liðunum.

H 43 Lund var nefnilega með forystuna stærsta hluta leiksins, var 19-14 yfir í hálfleik og með fimm marka forskot, 25-20, þegar tæpar 18 mínútur voru til leikslok.

Leikmenn Kristianstad tryggðu sér hinsvegar mikilvægan sigur í toppbaráttunni með því að vinna síðustu 18 mínútur leiksins 12-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×