Uppselt í Hítará Karl Lúðvíksson skrifar 29. janúar 2014 10:08 Það eru margir flottir veiðistaðir í Hítará Mynd/svfr.is Veiðileyfasala gengur mun betur fyrir komandi sumar heldur en í fyrra og er svo komið að uppselt er í margar vinsælli árnar. Hítará sem dæmi, hefur alltaf verið vinsæl hjá félagsmönnum SVFR og félagsmenn hafa gjarnan notað A leyfin til að eiga sem mesta möguleika á leyfi í ánni. En það er greinilegt að umsóknarþunginn hefur verið gríðarlega mikill því samkvæmt okkar heimildum eru allar stangir seldar fyrir sumarið. Hjá SVFR hefur gengið mjög vel að selja veiðileyfi og eins er mikil sala hjá Lax-Á og Hreggnasa. Eftirspurn eftir 2-3 stanga ám er mikil og það er greinilegt að einhver breyting er að verða á því hvernig íslenskir veiðimenn bóka sína veiði. Erlendum veiðimönnum er farið að fjölga aftur og skýrir það að hluta til aukna sölu á veiðileyfum en fyrir utan þann hóp sem kemur hingað til að veiða lax er líka mikil fjölgun hjá erlendum veiðimönnum sem koma til landsins ganggert til að stunda ódýra vatnaveiði. Stangveiði Mest lesið Silungurinn er að taka rykmýs lifrur núna Veiði Góður gangur í Langá Veiði Töluvert af laxi í Soginu Veiði Höfundur Snældunnar látinn Veiði Rabbi tekur við Norðurá til fimm ára Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Þingvallableikjan farin að taka flugur veiðimanna Veiði Lagt til að alfriða stórlax í veiðiánum sumarið 2011 Veiði Uppselt í Hítará Veiði Lélegasta byrjun á veiðisumri í manna minnum Veiði
Veiðileyfasala gengur mun betur fyrir komandi sumar heldur en í fyrra og er svo komið að uppselt er í margar vinsælli árnar. Hítará sem dæmi, hefur alltaf verið vinsæl hjá félagsmönnum SVFR og félagsmenn hafa gjarnan notað A leyfin til að eiga sem mesta möguleika á leyfi í ánni. En það er greinilegt að umsóknarþunginn hefur verið gríðarlega mikill því samkvæmt okkar heimildum eru allar stangir seldar fyrir sumarið. Hjá SVFR hefur gengið mjög vel að selja veiðileyfi og eins er mikil sala hjá Lax-Á og Hreggnasa. Eftirspurn eftir 2-3 stanga ám er mikil og það er greinilegt að einhver breyting er að verða á því hvernig íslenskir veiðimenn bóka sína veiði. Erlendum veiðimönnum er farið að fjölga aftur og skýrir það að hluta til aukna sölu á veiðileyfum en fyrir utan þann hóp sem kemur hingað til að veiða lax er líka mikil fjölgun hjá erlendum veiðimönnum sem koma til landsins ganggert til að stunda ódýra vatnaveiði.
Stangveiði Mest lesið Silungurinn er að taka rykmýs lifrur núna Veiði Góður gangur í Langá Veiði Töluvert af laxi í Soginu Veiði Höfundur Snældunnar látinn Veiði Rabbi tekur við Norðurá til fimm ára Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Þingvallableikjan farin að taka flugur veiðimanna Veiði Lagt til að alfriða stórlax í veiðiánum sumarið 2011 Veiði Uppselt í Hítará Veiði Lélegasta byrjun á veiðisumri í manna minnum Veiði