Handbolti

Lekic og Duvnjak best á síðasta ári

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Duvnjak var frábær á árinu 2013 og á mikið eftir
Duvnjak var frábær á árinu 2013 og á mikið eftir Vísir/AFP
IHF tilkynnti í dag að Andrea Lekic frá Serbíu og Króatinn Domagoj Duvnjak væru handboltafólk ársins 2013 í kjöri yfir 35.000 áhugamanna um handbolta hvaðanæva af. Þetta var tilkynnt fyrir úrslitaleik Danmerkur og Frakklands á Evrópumeistaramótinu í dag.

Hvorki Lekic né Duvnjak hafa áður verið útnefnd handboltafólk ársins en bæði eru þau á 26. ári.

Lekic leikur fyrir meistara Vardar Skopje í Makedóníu. Hún var lykilmaður í liði Serbíu sem vann silfurverðlaun á heimsmeistaramótinu í Serbíu á síðasta ári auk þess sem hún vann Meistaradeild Evrópu með fyrrum liði sínu, Audi ETO Györ frá Ungverjalandi.

Ungverjinn Anita Görbicz varð önnur og Katrine Lunde frá Noregi þriðja.

Duvnjak vann Meistaradeildina með Hamburg og bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu á Spáni þar sem hann var valinn í úrvalslið mótsins. Annar í valinu var Daninn Mikkel Hansen og Spánverjinn Arpad Sterbik þriðji.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×