Handbolti

Strákarnir okkar mæta Bosníu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Strákarnir okkar höfnuðu í 5. sæti á Evrópumótinu í Danmörku sem lýkur í dag með leiknum um bronsið klukkan 14 og gullið klukkan 16:30.
Strákarnir okkar höfnuðu í 5. sæti á Evrópumótinu í Danmörku sem lýkur í dag með leiknum um bronsið klukkan 14 og gullið klukkan 16:30. Vísir/Daníel
Karlalandslið Íslands í handbolta mætir landsliði Bosníu og Hersegóvínu í tveimur leikjum um laust sæti á HM í Katar árið 2015.

Fyrri leikurinn fer fram í Bosníu helgina 7.-8. júní en sá síðari hér á landi helgina 14.-15. júní. Ísland var í efri styrkleikaflokknum þegar dregið var í umspilið. Óhætt er að segja að liðið hafi dottið í lukkupottinn en strákarnir sluppu við sterka andstæðinga á borð við Þýskaland, Slóveníu og Noreg.

Lokakeppnin fer fram í Katar 17.janúar til 1.febrúar 2015. Aðrar viðureignir í umspilinu eru:

Pólland - Þýskaland

Grikkland - Makedónía

Ungverjaland - Slóvenía

Rúmenía - Svíþjóð

Rússland - Litháen

Austurríki - Noregur

Svartfjallaland - Hvíta Rússland

Serbía - Tékkland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×