Handbolti

Ramune markahæst í sjö marka tapi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ramune tekur á því í vörninni hjá SönderjyskE.
Ramune tekur á því í vörninni hjá SönderjyskE. Mynd/Stuðningsmannasíða SönderjyskE
SönderjyskE náðu ekki að fylgja eftir frábærum sigri á Viborg á heimavelli sínum á dögunum þegar Randers mætti í heimsókn í dag.

Ramune Pearskyte skoraði sex mörk fyrir SönderjyskE sem var 10-14 undir í hálfleik. Heimakonur náðu að minnka muninn í 15-16 en misstu svo gestina fram úr sér með því að fá á sig fjögur mörk í röð. Lokatölur urðu svo 25-32 fyrir Randers.

Karen Knútsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir SönderjyskE sem er í botnsæti deildarinnar með fjögur stig. Eftir tvo sigurleiki í röð hefur liðið nú tapað fjórum í röð.

Stelpurnar hans Ágústs Jóhannssonar hafa átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni enda leikmenn liðsins verið plagaðir af meiðslum. Stella Sigurðardóttir er einn þeirra leikmanna sem eru frá keppni og munar um minna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×