Vodafone harmar vistun gagnanna: „Gögnin áttu ekki að vera geymd“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 22. janúar 2014 06:45 Fjarskiptalög kveða skýrt á um að varðveisla gagna lengur en í sex mánuði sé óheimil. vísir/pjetur Gögn sem Vodafone veitti lögreglu um fimm ára gömul símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli áttu ekki að vera geymd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu í kjölfar fréttar Vísis í gærkvöldi. Í fréttinni kemur fram að Vodafone hafi í febrúar 2012 veitt lögreglu upplýsingar um þrjú símtöl milli tveggja númera hjá símafyrirtækinu frá árinu 2007. Í gögnunum kom fram úr hvaða númeri var hringt, nafn þess sem hringdi, í hvaða númer var hringt og lengd símtalanna. Samkvæmt 42. grein fjarskiptalaga er fjarskiptafyrirtækjum aðeins heimilt að geyma slíkar upplýsingar í sex mánuði. Í tilkynningu Vodafone segir að fyrirtækið harmi að reglum um vistun gagnanna hafi ekki verið framfylgt á þessum tíma. Ljóst væri að umræddum gögnum hefði átt að vera búið að eyða, þar sem þau voru orðin eldri en 6 mánaða. Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem óskaði eftir gögnunum við Vodafone og áframsendi þau síðan í tölvupósti til lögreglunnar á Akranesi sem fór með rannsókn málsins, sem sneri að lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu.Tilkynningin frá VodafoneVegna upplýsinga sem fram koma í tveggja ára gömlum rannsóknargögnum lögreglu um meint kynferðisbrot og birt hafa verið á netinu vill Vodafone koma eftirfarandi á framfæri.Í gögnunum er að finna afrit af tölvusamskiptum tveggja lögreglumanna þar sem m.a. sést beiðni sem send var Vodafone í kjölfar dómsúrskurðar. Í beiðninni er óskað eftir tilteknum gögnum frá fyrirtækinu vegna rannsóknar málsins. Í svari fyrirtækisins koma fram upplýsingar um þrjú símtöl frá árinu 2007. Fram kemur úr hvaða númeri var hringt, nafn hringjanda, í hvaða númer var hringt og lengd símtalanna. Tölvusamskiptin milli lögreglu og Vodafone áttu sér stað í febrúar 2012. Ljóst er að umrædd[um] gögnum hefði átt að vera búið að eyða, þar sem þau voru orðin eldri en 6 mánaða. Rétt er að taka fram að skömmu eftir að þessi samskipti áttu sér stað var verklagi við geymslu og eyðingu gagna breytt að höfðu samráði við Póst- og fjarskiptastofnun. Engin gögn eldri en 6 mánaða eru geymd hjá Vodafone í dag.Vodafone harmar að reglum um vistun gagnanna hafi ekki verið framfylgt á þessum tíma. Í þessu tilfelli er verið að afhenda lögreglu gögn vegna rannsóknar í sakamáli og samkvæmt dómsúrskurði. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd gögnin áttu ekki að vera geymd. Það skal ítrekað að engin fjarskiptagögn eldri en 6 mánaða eru nú geymd hjá fyrirtækinu en farið var í sérstaka athugun á því í kjölfar innbrots á vef Vodafone seint á síðasta ári. Vodafone-innbrotið Tengdar fréttir Ríkissaksóknari skoðar hvort bregðast þurfi við leka í kynferðisbrotamáli Leki í meintu kynferðisbrotamáli er kominn á borð Ríkissaksóknara. 21. janúar 2014 10:40 Vodafone veitti upplýsingar um fimm ára gömul símtöl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk upplýsingar frá Vodafone um símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli gegn lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu. Vodafone er aðeins heimilt að geyma upplýsingarnar í sex mánuði. 21. janúar 2014 22:13 „Smánarblettur á þjóðfélaginu“ Ríkissaksóknari kannar nú hvort tilefni sé til viðbragða af hálfu embættisins eftir að viðkvæmum rannsóknargögnum í kynferðisafbrotamáli var lekið á netið. Aðstandendur síðunnar sem birta gögnin vilja rjúfa þöggunarvítahring í íslensku samfélagi. 21. janúar 2014 21:08 „Endar með ósköpum ef fólk ætlar að taka lögin í eigin hendur“ Viðkvæmum rannsóknargögnum um meint kynferðisbrot lögreglumanns gegn ungri stúlku hefur verið lekið á netið. Málinu var vísað frá dómi á sínum tíma. 20. janúar 2014 20:45 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Sjá meira
Gögn sem Vodafone veitti lögreglu um fimm ára gömul símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli áttu ekki að vera geymd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu í kjölfar fréttar Vísis í gærkvöldi. Í fréttinni kemur fram að Vodafone hafi í febrúar 2012 veitt lögreglu upplýsingar um þrjú símtöl milli tveggja númera hjá símafyrirtækinu frá árinu 2007. Í gögnunum kom fram úr hvaða númeri var hringt, nafn þess sem hringdi, í hvaða númer var hringt og lengd símtalanna. Samkvæmt 42. grein fjarskiptalaga er fjarskiptafyrirtækjum aðeins heimilt að geyma slíkar upplýsingar í sex mánuði. Í tilkynningu Vodafone segir að fyrirtækið harmi að reglum um vistun gagnanna hafi ekki verið framfylgt á þessum tíma. Ljóst væri að umræddum gögnum hefði átt að vera búið að eyða, þar sem þau voru orðin eldri en 6 mánaða. Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem óskaði eftir gögnunum við Vodafone og áframsendi þau síðan í tölvupósti til lögreglunnar á Akranesi sem fór með rannsókn málsins, sem sneri að lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu.Tilkynningin frá VodafoneVegna upplýsinga sem fram koma í tveggja ára gömlum rannsóknargögnum lögreglu um meint kynferðisbrot og birt hafa verið á netinu vill Vodafone koma eftirfarandi á framfæri.Í gögnunum er að finna afrit af tölvusamskiptum tveggja lögreglumanna þar sem m.a. sést beiðni sem send var Vodafone í kjölfar dómsúrskurðar. Í beiðninni er óskað eftir tilteknum gögnum frá fyrirtækinu vegna rannsóknar málsins. Í svari fyrirtækisins koma fram upplýsingar um þrjú símtöl frá árinu 2007. Fram kemur úr hvaða númeri var hringt, nafn hringjanda, í hvaða númer var hringt og lengd símtalanna. Tölvusamskiptin milli lögreglu og Vodafone áttu sér stað í febrúar 2012. Ljóst er að umrædd[um] gögnum hefði átt að vera búið að eyða, þar sem þau voru orðin eldri en 6 mánaða. Rétt er að taka fram að skömmu eftir að þessi samskipti áttu sér stað var verklagi við geymslu og eyðingu gagna breytt að höfðu samráði við Póst- og fjarskiptastofnun. Engin gögn eldri en 6 mánaða eru geymd hjá Vodafone í dag.Vodafone harmar að reglum um vistun gagnanna hafi ekki verið framfylgt á þessum tíma. Í þessu tilfelli er verið að afhenda lögreglu gögn vegna rannsóknar í sakamáli og samkvæmt dómsúrskurði. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd gögnin áttu ekki að vera geymd. Það skal ítrekað að engin fjarskiptagögn eldri en 6 mánaða eru nú geymd hjá fyrirtækinu en farið var í sérstaka athugun á því í kjölfar innbrots á vef Vodafone seint á síðasta ári.
Vodafone-innbrotið Tengdar fréttir Ríkissaksóknari skoðar hvort bregðast þurfi við leka í kynferðisbrotamáli Leki í meintu kynferðisbrotamáli er kominn á borð Ríkissaksóknara. 21. janúar 2014 10:40 Vodafone veitti upplýsingar um fimm ára gömul símtöl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk upplýsingar frá Vodafone um símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli gegn lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu. Vodafone er aðeins heimilt að geyma upplýsingarnar í sex mánuði. 21. janúar 2014 22:13 „Smánarblettur á þjóðfélaginu“ Ríkissaksóknari kannar nú hvort tilefni sé til viðbragða af hálfu embættisins eftir að viðkvæmum rannsóknargögnum í kynferðisafbrotamáli var lekið á netið. Aðstandendur síðunnar sem birta gögnin vilja rjúfa þöggunarvítahring í íslensku samfélagi. 21. janúar 2014 21:08 „Endar með ósköpum ef fólk ætlar að taka lögin í eigin hendur“ Viðkvæmum rannsóknargögnum um meint kynferðisbrot lögreglumanns gegn ungri stúlku hefur verið lekið á netið. Málinu var vísað frá dómi á sínum tíma. 20. janúar 2014 20:45 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Sjá meira
Ríkissaksóknari skoðar hvort bregðast þurfi við leka í kynferðisbrotamáli Leki í meintu kynferðisbrotamáli er kominn á borð Ríkissaksóknara. 21. janúar 2014 10:40
Vodafone veitti upplýsingar um fimm ára gömul símtöl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk upplýsingar frá Vodafone um símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli gegn lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu. Vodafone er aðeins heimilt að geyma upplýsingarnar í sex mánuði. 21. janúar 2014 22:13
„Smánarblettur á þjóðfélaginu“ Ríkissaksóknari kannar nú hvort tilefni sé til viðbragða af hálfu embættisins eftir að viðkvæmum rannsóknargögnum í kynferðisafbrotamáli var lekið á netið. Aðstandendur síðunnar sem birta gögnin vilja rjúfa þöggunarvítahring í íslensku samfélagi. 21. janúar 2014 21:08
„Endar með ósköpum ef fólk ætlar að taka lögin í eigin hendur“ Viðkvæmum rannsóknargögnum um meint kynferðisbrot lögreglumanns gegn ungri stúlku hefur verið lekið á netið. Málinu var vísað frá dómi á sínum tíma. 20. janúar 2014 20:45