Fótbolti

Ferð Ólafs Ragnars til Króatíu kostaði 60 þúsund krónur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Forsetinn snæddi með landsliðinu fyrir leik í boði KSÍ.
Forsetinn snæddi með landsliðinu fyrir leik í boði KSÍ. Mynd/KSÍ
Ferð Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á umspilsleiks Króatíu og Íslands fyrir HM 2014 í haust vakti athygli á sínum tíma.

Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, lagði fram fyrirspurn á Alþingi um ferðalög forsetans og maka hans á síðasta ári og hvaða kostnaður hafi fylgt þeim.

Í svari forsætisráðherra við fyrirspurninni kom fram að útlagður kostnaður forsetaembættisins við ferð Ólafs Ragnars til Króatíu var 60.146 krónur.

Ólafur Ragnar var einnig gestur á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín í sumar og var kostnaður við þá ferð 309.883 krónur þó svo að gisting hafi verið í boði gestgjafa.

Þess má geta að forsetinn var viðstaddur leik Íslands og Svíþjóðar í Abú Dabí á dögunum en þá var hann staddur í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í öðrum erindagjörðum.


Tengdar fréttir

Forsetinn borðaði með strákunum

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er mættur til Zagreb þar sem hann ætlar að fylgjast með stórleik Króatíu og Íslands í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×