Handbolti

Alexander með tvö í jafntefi Löwen og Veszprém

Guðmundur Guðmundsson þjálfari Löwen
Guðmundur Guðmundsson þjálfari Löwen
Rhein-Neckar Löwen og Veszprém frá Ungverjalandi skildu jöfn 25-25 í áttundu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta í kvöld. Ungverjarnir voru einu marki yfir í hálfleik 13-12.

Veszprém var með boltann þegar ein mínúta og tíu sekúndur voru eftir og marki yfir. Löwen vann boltann og Uwe Gensheimer jafnaði metin. Veszprém fékk eitt tækifæri í viðbót til að tryggja sér sigurinn en allt kom fyrir ekki.

Gensheimer var lang markahæstur hjá Löwen með 10 mörk. Alexander Petersson skoraði 2 mörk og Stefán Rafn Sigurmannsson mátti sætta sig við að horfa á leikinn af bekknum.

Momir Ilic skoraði 11 mörk fyrir Veszprém og Renato Sulic 5.

Veszprém er með þriggja stiga forystu á toppi A-riðils með 15 stig. Löwen er með 12 stig, fimm stigum á undan Celje Lasko og Motor Zaporozhye þegar tvær umferðir eru eftir af riðlakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×