Ný vötn í Veiðikortinu Karl Lúðvíksson skrifar 9. febrúar 2014 11:28 Vorveiðin hefst 1. apríl Mynd: Ríkarður Hjálmarsson Veiðikortið nýtur sífellt meiri vinsælda hjá stangveiðimönnum enda opnar kortið fyrir veiðimöguleika í vötnum um allt land. Á þessu ári bætast ið tvö ný vötn, Vestmannsvatn og Gíslholtsvatn. Gíslholtsvatn er í Holtahreppi í Rangárþingi í um 85 km fjarlægð frá Reykjavík. Í vatninu veiðist bæði bleikja og urriði sem getur orðið nokkuð vænn. Vestmannsvatn er á mörkum Reykjadals og Aðaldals í Suður Þingeyjarsýslu. Mikið er af fiski í vatninu og veiðimöguleikar þess vegna góðir fyrir alla fjölskylduna. Í vatninu er bæði urriði og bleikja. Vorveiðin hefur verið vinsæl í vatninu og margir veiðimenn sem gera sérstaklega út á það. Veiðikortið hefur uppfært heimasíðuna sína og þar er nú að finna mikið af upplýsingum um þau vötn sem eru í kortinu. Nú er rétt rúmur einn og hálfur mánuður í að vatnaveiðin hefjist svo það er um að gera að skoða svæðin sem verða í boði fyrir þá sem ætla út með stöngina 1. apríl. Stangveiði Mest lesið Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði
Veiðikortið nýtur sífellt meiri vinsælda hjá stangveiðimönnum enda opnar kortið fyrir veiðimöguleika í vötnum um allt land. Á þessu ári bætast ið tvö ný vötn, Vestmannsvatn og Gíslholtsvatn. Gíslholtsvatn er í Holtahreppi í Rangárþingi í um 85 km fjarlægð frá Reykjavík. Í vatninu veiðist bæði bleikja og urriði sem getur orðið nokkuð vænn. Vestmannsvatn er á mörkum Reykjadals og Aðaldals í Suður Þingeyjarsýslu. Mikið er af fiski í vatninu og veiðimöguleikar þess vegna góðir fyrir alla fjölskylduna. Í vatninu er bæði urriði og bleikja. Vorveiðin hefur verið vinsæl í vatninu og margir veiðimenn sem gera sérstaklega út á það. Veiðikortið hefur uppfært heimasíðuna sína og þar er nú að finna mikið af upplýsingum um þau vötn sem eru í kortinu. Nú er rétt rúmur einn og hálfur mánuður í að vatnaveiðin hefjist svo það er um að gera að skoða svæðin sem verða í boði fyrir þá sem ætla út með stöngina 1. apríl.
Stangveiði Mest lesið Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði