Nauðsynlegt að fækka álftinni Karl Lúðvíksson skrifar 7. febrúar 2014 09:47 Álftarstofninn á íslandi hefur fjölgað sér gífurlega á síðustu árum enda fuglinn alfriðaður bæði hér á landi sem og í Bretlandi þar sem stærsti hluti stofnsins hefur vetrarsetu. Við síðustu talningu á stofnstærð álftarinnar árið 2005 var stofninn áætlaður um 25.000 fuglar en var árið 1980 um 12.000 fuglar. Það má þess vegna áætla að stofninn verði orðinn um 40.000 fuglar innan 10 ára ef ekki verður gripið til aðgerða til að halda honum í jafnvægi. Álftin veldur milljóna tjóni á hverju ári á túnum bænda þar sem hún er mjög aðgangshörð og dæmi eru um að álftir sem setjast í kornakra hreinsi upp einn til tvo hektara á tveimur til þremur dögum, en þá sest hún líka í hundraða ef ekki þusunda tali í akrana. Þetta er mikið tjón fyrir þá bændur sem stunda kornrækt þar sem kornið er notað sem fóðurbætir á búunum. Álftin fer líka illa með grastún og nýrækt enda étur hún grasið alveg niður að rót. Það hefur verið rætt um að finna einhverja leið til að fækka álftinni og eina augljósa leiðin til að gera það er að leyfa takmarkaðar veiðar á henni og sjá hverju það skilar. Þar sem álftin er auðveidd bráð verður líka að passa að veiðarnar séu ekki án takmarkana og þá verður að vera lausn sem virkar sem veiðistjórnun. Sú lausn er til í dag og er t.d. stunduð á hreindýraveiðum þar sem allir veiðimenn fá merki til að festa á dýrin sem eru veidd. Það mætti hugsa sér leið þar sem t.d. veiði verður leyfð á 2500 fuglum eða um 10% af stofnstærð og þá eru gefin út merki númerið 1-2500. Þegar veiðimaður hefur fellt fugl, merkir hann fuglinn þannig að hann getur gert grein fyrir því að fuglinn hafi verið löglega felldur. Séu veiðimenn staðnir að verki með ólöglega felldan fugl verða þeir sektaðir og/eða sviptir veiðileyfi og vopnum. Veiði á 10% stofnsins hefur ekki áhrif á afkomu hans en gæti komið í veg fyrir frekari fjölgun og tjóni sem fuglinn veldur. Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Opið hús hjá SVFR í kvöld Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Um 43 prósenta minni laxveiði Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Bleikjan á hálendinu að vakna Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Ný mynd um lífsgöngu laxa á leið í bíó Veiði
Álftarstofninn á íslandi hefur fjölgað sér gífurlega á síðustu árum enda fuglinn alfriðaður bæði hér á landi sem og í Bretlandi þar sem stærsti hluti stofnsins hefur vetrarsetu. Við síðustu talningu á stofnstærð álftarinnar árið 2005 var stofninn áætlaður um 25.000 fuglar en var árið 1980 um 12.000 fuglar. Það má þess vegna áætla að stofninn verði orðinn um 40.000 fuglar innan 10 ára ef ekki verður gripið til aðgerða til að halda honum í jafnvægi. Álftin veldur milljóna tjóni á hverju ári á túnum bænda þar sem hún er mjög aðgangshörð og dæmi eru um að álftir sem setjast í kornakra hreinsi upp einn til tvo hektara á tveimur til þremur dögum, en þá sest hún líka í hundraða ef ekki þusunda tali í akrana. Þetta er mikið tjón fyrir þá bændur sem stunda kornrækt þar sem kornið er notað sem fóðurbætir á búunum. Álftin fer líka illa með grastún og nýrækt enda étur hún grasið alveg niður að rót. Það hefur verið rætt um að finna einhverja leið til að fækka álftinni og eina augljósa leiðin til að gera það er að leyfa takmarkaðar veiðar á henni og sjá hverju það skilar. Þar sem álftin er auðveidd bráð verður líka að passa að veiðarnar séu ekki án takmarkana og þá verður að vera lausn sem virkar sem veiðistjórnun. Sú lausn er til í dag og er t.d. stunduð á hreindýraveiðum þar sem allir veiðimenn fá merki til að festa á dýrin sem eru veidd. Það mætti hugsa sér leið þar sem t.d. veiði verður leyfð á 2500 fuglum eða um 10% af stofnstærð og þá eru gefin út merki númerið 1-2500. Þegar veiðimaður hefur fellt fugl, merkir hann fuglinn þannig að hann getur gert grein fyrir því að fuglinn hafi verið löglega felldur. Séu veiðimenn staðnir að verki með ólöglega felldan fugl verða þeir sektaðir og/eða sviptir veiðileyfi og vopnum. Veiði á 10% stofnsins hefur ekki áhrif á afkomu hans en gæti komið í veg fyrir frekari fjölgun og tjóni sem fuglinn veldur.
Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Opið hús hjá SVFR í kvöld Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Um 43 prósenta minni laxveiði Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Bleikjan á hálendinu að vakna Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Ný mynd um lífsgöngu laxa á leið í bíó Veiði