Handbolti

Guðjón og Aron í Norðurlandaúrvalinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Henrik Möllgaard passar hér upp á Aron Pálmarsson í leik Íslands og Danmerkur á Evrópumótinu.
Henrik Möllgaard passar hér upp á Aron Pálmarsson í leik Íslands og Danmerkur á Evrópumótinu. Vísir/DANÍEL
Íslensku handboltamennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson voru valdir í Norðurlandaúrvalslið sem Morgunblaðið stóð fyrir en blaðið leitaði til helstu spekinga Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs og Íslands.

Báðir leika þeir fyrir þýska liðið Kiel undir stjórn Alfreðs Gíslasonar.

Kosningin fór þannig fram að hver og einn valdi átta manna byrjunarlið; markvörð, sex útispilara og sérhæfðan varnarmann.

Eftir það þurfti svo hver og einn kjörgengur maður að velja jafnmarga í hverja stöðu sem varamenn þannig að úr varð 16 manna úrvalshópur bestu spilara Norðurlanda.

Alexander Petersson, leikmaður Rhein-Neckar Löwen, komst einnig á blað en hann er varamaður í úrvalsliði Norðurlandanna.

Fjórir Danir komast í byrjunarliðið en Niklas Landin stendur á milli stanganna, Mikkel Hansen er í vinstri skyttu, Hand Lindberg í hægra horninu og á línunni er tröllið Rene Toft Hansen.

Byrjunarlið Norðurlandaúrvalsins:

Markvörður: Niklas Landin, Danmörki

Vinstra horn: Guðjón Valur Sigurðsson, Íslandi

Vinstri skytta: Mikkel Hansen, Danmörku

Leikstjórnandi: Aron Pálmarsson, Íslandi

Hægri skytta: Kim Andersson, Svíþjóð

Hægra horn: Hans Óttar Lindberg, Danmörku

Lína: Rene Toft Hansen, Danmörku

Varnarmaður: Tobias Karlsson, Svíþjóð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×