Körfubolti

Snæfellskonur af öryggi í bikarúrslitaleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Chynna Unique Brown.
Chynna Unique Brown. Vísir/Daníel
Kvennalið Snæfells er komið í bikarúrslitaleikinn í kvennakörfunni eftir öruggan 27 stiga sigur á KR, 88-61, í undanúrslitaleik Poweradebikarsins í Stykkishólmi í dag.

Snæfellsliðið er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar og hefur unnið síðustu ellefu leiki sína í deild og bikar.

Snæfellsliðið tapaði fyrir Njarðvík í fyrsta bikarúrslitaleik félagsins 2012 en fær nú annað tækifæri í Laugardalshöllinni.

Chynna Unique Brown átti frábæran leik í dag en hún var með 27 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar og þá var hin unga en öfluga Hildur Björg Kjartansdóttir með 15 stig og 11 fráköst.

Snæfellsliðið vann fyrsta leikhlutann 22-12, var sjö stigum yfir í hálfleik, 41-34, og stakk síðan KR-liðið af í seinni hálfleiknum þar sem KR-konur náðu aðeins að skora 27 stig.

Snæfell mætir annaðhvort Keflavík eða Haukum í bikarúrslitaleiknum en hinn undanúrslitaleikurinn fer fram í Keflavík annað kvöld.



Snæfell-KR 88-61 (22-12, 19-22, 23-15, 24-12)

Snæfell: Chynna Unique Brown 27/9 fráköst/7 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 15/11 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 12/7 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 11/6 fráköst/6 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 10, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 10/8 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Rebekka Rán Karlsdóttir 3.

KR: Bergþóra Holton Tómasdóttir 18/7 fráköst, Ebone Henry 17/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 6/7 fráköst, Rannveig Ólafsdóttir 6, Helga Einarsdóttir 6/8 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 6, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×