Handbolti

Óvænt tap hjá refum Dags

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin töpuðu dýrmætum stigum í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Füchse Berlin tapaði fyrir Minden á útivelli, 30-28. Dalibor Doder átti stórleik fyrir heimamenn og skoraði níu mörk en með sigrinum komst Minden upp í tólfta sæti deildarinnar.

Konstantin Igropulo skoraði tíu mörk fyrir Berlínarliðið en það dugði ekki til. Fyrir vikið situr liðið eftir með 34 stig í fimmta sæti deildarinnar en liðið á harða baráttu fram undan um sæti í Meistaradeild Evrópu.

Ólafur Gústafsson var ekki í leikmannahópi Flensburg sem vann Flensburg, 31-20. Flensburg er í þriðja sæti þýsku deildarinnar með 36 stig, einu meira en Rhein-Neckar Löwen sem á leik til góða.

Hamburg er enn í öðru sæti deildarinnar eftir sigur á Gummersbach á útivelli, 31-25. Liðið er með 37 stig, þremur á eftir Kiel sem á leik til góða.

Hannover-Burgdorf tapaði heldur óvænt fyrir Balingen á útivelli, 28-27. Rúnar Kárason skoraði tvö mörk fyrir Hannover-Burgdorf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×