Trúa á gæfuríkan getnað undir íslenskum norðurljósum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. febrúar 2014 19:14 Margir í íslenskri ferðaþjónustu tala um þessa hjátrú. VÍSIR/VILHELM Margir í íslenskri ferðaþjónustu tala nú um að Kínverjar og Japanar trúi því að það boði gæfu að stunda kynlíf undir norðurljósunum. Getnaður er líklegri undir norðurljósunum, samkvæmt þessari hjátrú Kínverja og Japana.Sumir tala meira að segja um að þeim börnum sem getið sé með hin fögru norðurljós á himni muni fylgja gæfa og hamingja. Rútubílstjórar, leiðsögumenn og fleiri, hér á landi, hafa heyrt af þessu. „Asískir viðskiptavinir eru alveg sólgnir í norðurljósin. Þeir eru eiginlega órólegir þangað til að þeir sjá þau,“ segir Haraldur Teitsson, hjá Teiti Jónassyni. Haraldur fær viðskiptavini víðsvegar að úr heiminum. Hann segist finna töluverðan mun á afstöðu asískra ferðamanna og annarra til norðurljósanna.Ekki séð neinn stunda kynmök - enda svo kalt „Kínverjar og Japanir sækjast langmest eftir því að sjá norðurljósin af öllum. Ef þeir eru í nokkurra daga ferðalagi, sem á kannski að enda á því að skoða norðurljósin þá finnur maður að þeir eru svolítið órólegir.“ En Haraldur hefur aldrei orðið vitni af fólki að stunda kynlíf undir norðurljósunum. „Nei, enda er svo rosalega kalt, þannig að það er kannski ekki furða,“ segir Haraldur sem segist þó sjá ákveðna möguleika felast í þessari hjátrú.Ragnar Páll Jónsson, hjá fyrirtækinu Extreme Iceland, segist hafa heyrt af þessari hjátrú. „En ég hef ekki séð neinn stunda kynmök utandyra,“ bætir hann við.Þekkt víða um heim Þessi hjátrú er þekkt víða um heim. Í Finnlandi býður Hotel Kaksalauttanen gestum sínum að gista í sérstökum smáhúsum með glerþaki þar sem gestir geta haft það notalegt og horft á norðurljósin í rómantískri stemningu. Í kanadíska bænum Yellowknife er þetta mjög þekkt fyrirbæri. Þar er mikið talað um þessa hjátrú Kínverja og Japana. Í umfjöllun Telegraph um norðurljósin kemur meðal annars fram. „Margir japanskir ferðamenn trúa því að ef þeir geti barns undir norðurljósunum muni það eiga gæfuríka ævi. Þess vegna bjóða ýmis hótel upp á herbergi með glerþaki. Allir leiðsögumenn geta sagt sögur af því að hafa næstum því keyrt vélsleða á ástfangið par að gamna sér í snjónum.“ Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Margir í íslenskri ferðaþjónustu tala nú um að Kínverjar og Japanar trúi því að það boði gæfu að stunda kynlíf undir norðurljósunum. Getnaður er líklegri undir norðurljósunum, samkvæmt þessari hjátrú Kínverja og Japana.Sumir tala meira að segja um að þeim börnum sem getið sé með hin fögru norðurljós á himni muni fylgja gæfa og hamingja. Rútubílstjórar, leiðsögumenn og fleiri, hér á landi, hafa heyrt af þessu. „Asískir viðskiptavinir eru alveg sólgnir í norðurljósin. Þeir eru eiginlega órólegir þangað til að þeir sjá þau,“ segir Haraldur Teitsson, hjá Teiti Jónassyni. Haraldur fær viðskiptavini víðsvegar að úr heiminum. Hann segist finna töluverðan mun á afstöðu asískra ferðamanna og annarra til norðurljósanna.Ekki séð neinn stunda kynmök - enda svo kalt „Kínverjar og Japanir sækjast langmest eftir því að sjá norðurljósin af öllum. Ef þeir eru í nokkurra daga ferðalagi, sem á kannski að enda á því að skoða norðurljósin þá finnur maður að þeir eru svolítið órólegir.“ En Haraldur hefur aldrei orðið vitni af fólki að stunda kynlíf undir norðurljósunum. „Nei, enda er svo rosalega kalt, þannig að það er kannski ekki furða,“ segir Haraldur sem segist þó sjá ákveðna möguleika felast í þessari hjátrú.Ragnar Páll Jónsson, hjá fyrirtækinu Extreme Iceland, segist hafa heyrt af þessari hjátrú. „En ég hef ekki séð neinn stunda kynmök utandyra,“ bætir hann við.Þekkt víða um heim Þessi hjátrú er þekkt víða um heim. Í Finnlandi býður Hotel Kaksalauttanen gestum sínum að gista í sérstökum smáhúsum með glerþaki þar sem gestir geta haft það notalegt og horft á norðurljósin í rómantískri stemningu. Í kanadíska bænum Yellowknife er þetta mjög þekkt fyrirbæri. Þar er mikið talað um þessa hjátrú Kínverja og Japana. Í umfjöllun Telegraph um norðurljósin kemur meðal annars fram. „Margir japanskir ferðamenn trúa því að ef þeir geti barns undir norðurljósunum muni það eiga gæfuríka ævi. Þess vegna bjóða ýmis hótel upp á herbergi með glerþaki. Allir leiðsögumenn geta sagt sögur af því að hafa næstum því keyrt vélsleða á ástfangið par að gamna sér í snjónum.“
Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira