Lífið

Ljúffengur lax - UPPSKRIFT

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Berglind Guðmundsdóttir heldur úti matarblogginu GulurRauðurGrænn&salt. Hún deilir uppskrift að ljúffengum og litríkum laxi.

Lax í engifer og hvítlauksmarineringu með fetaostakartöflumús

fyrir 4

1 laxaflak (um 800 g)

5 msk. hlynsýróp

70 ml vatn

1 msk. engifer, rifinn

2 hvítlauksrif, pressuð

1 tsk. rauðar piparflögur

Setjið sýróp, vatn, engifer, hvítlauk og piparflögur saman í pott og hitið þar til þetta hefur blandast vel saman. Kælið lítillega. Setjið laxinn í ofnfast mót og hellið marineringunni yfir. Eldið í ofni við 200°C í 12 til 14 mínútur. Berið fram með fetaostakartöflumús og góðu salati.

Fetaostakartöflumús

500 g kartöflur

180 g smjör

½ tsk. salt

mjólk eftir þörfum

100 g fetaostur

1 grilluð paprika, skorin í bita

Skrælið kartöflurnar og sjóðið í söltu vatni í 20 mínútur eða þar til þær eru soðnar í gegn. Stappið þær og bætið smjöri og salti saman við. Smakkað til með mjólk þar til kartöflumúsin hefur náð æskilegri áferð. Blandið fetaosti og grillaðri papriku saman við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×