Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli í dag, fjórða daginn í röð.
Hópurinn Við viljum kjósa #vor14 boða til mótmælanna sem hefjast klukkan 17.
Sem fyrr er krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið.
Rúmlega 850 manns hafa boðaða komu sína í dag.
Alls hafa rúmlega 35.000 manns skrifað undir áskorun þess efnis á vefnum Þjóð.is.
Það eru um 15% kosningabærra landsmanna.
Innlent