Í morgun voru yfir 35 þúsund manns búnir að skrifa undir áskorun til stjórnvalda á Þjóð.is.
Efnt var til undirskriftasöfnunarinnar á sunnudagskvöldið til að skora á stjórnvöld að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram.
Á síðunni má finna nöfn flestra sem hafa skrifað undir. Þar er þó boðið upp á að skrifa undir með nafnleynd.
