Handbolti

Ungfrú Þýskaland sér um bikardráttinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/dkb-handball-bundesliga.de
Forráðamenn þýsku bikarkeppninnar hafa fengið Viven Konca til að aðstoða sig við að draga í undanúrslit keppninnar.

Þetta var tilkynnt í dag en dregið verður í undanúrslitin á föstudaginn. Allir leikirnir í fjórðungúrslitum keppninnar fara fram í kvöld.

Úrslithelgin í keppninni fer fram í Hamburg, líkt og síðustu ár, helgina 12.-13. apríl en ljóst er að Kiel mun ekki verja titilinn sinn í ár. Liðið féll úr leik eftir tap gegn Rhein-Neckar Löwen í 16-liða úrslitum.

Konca er nýkrýnd ungfrú Þýskaland og hlakkar til föstudagsins. „Ég hef alltaf haft áhuga á handbolta þar sem að móðir mín spilaði íþróttina og var mjög góð,“ sagði hún í tilkynningu frá sem birt var á heimasíðu þýsku úrvalsdeildarinnar.

Leikir kvöldsins í bikarnum:

Rhein-Neckar Löwen - Bad Schwartau

Wetzlar - Flensburg

Melsungen - Göppingen

Füchse Berlin - Lemgo




Fleiri fréttir

Sjá meira


×