Handbolti

Þórir mætir ljónum Guðmundar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Löwen.
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Löwen. Vísir/Getty
Dregið var í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta í morgun en nokkur Íslendingalið voru í pottinum.

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel fara mæta úkraínsku meisturunum í Motor Zaporozhye en Evrópumeistararnir í Hamburg drógust gegn Vardar Skopje frá Makedóníu. Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson leika með Kiel.

Ólafur Gústafsson og félagar í Flensburg fengu slóvenska liðið Celje Lasko en fjórða þýska liðið, Rhein-Neckar Löwen, drógst gegn Kielce frá Póllandi.

Guðmundur Guðmundsson er þjálfari Löwen og þeir Alexander Petersson og Stefán Rafn Sigurmannsson leika með liðinu. Þórir Ólafsson leikur með Kielce.

Danska liðið Kolding, sem Aron Kristjánsson þjálfar, leikur svo gegn Metalurg Skopje frá Úkraínu.

Að síðustu mætir franska liðið PSG Handball, með þá Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson, Gorenje Velenje frá Slóveníu.

Fyrri leikirnir í rimmunum fara fram dagana 19.-23. mars og síðari leikirnir viku síðar.

16-liða úrslit:

Wisla Plock - Veszprem

Vardar Skopje - Hamburg

Álaborg - Barcelona

Motor Zaporozhye - Kiel

Metalurg Skopje - Kolding

Celje Lasko - Flensburg

Gorenje Velenje - PSG Handball

Kielce - Rhein-Neckar Löwen




Fleiri fréttir

Sjá meira


×