Vildu stöðva viðræður og vísa málinu til þjóðarinnar Óli Kristján Ármannsson skrifar 25. febrúar 2014 07:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson kynntu nýja stjórn á Laugarvatni í maílok í fyrra. Fréttablaðið/GVA Vísir/GVA Samþykkt þingflokka ríkisstjórnarflokkanna á tillögu um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur vakið hörð viðbrögð. Almennur skilningur virðist hafa verið í þá átt að þjóðin fengi að kjósa um áframhald viðræðna. Í ályktunum flokksþings framsóknarmanna í febrúarbyrjun í fyrra kemur þó fram að Framsóknarflokkurinn telji hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Þar segir svo: "Ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Í ályktun utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hans er sambærileg færsla. "Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu," segir þar í kjölfar kafla um nauðsyn þess að tryggja áfram opinn og frjálsan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins, svo sem gert sé á grundvelli EES. Hafi leikið vafi á hvernig túlka bæri þessar ályktanir þá virtust forsvarsmenn flokkanna taka af vafa í aðdraganda kosninganna í fyrravor. Í kosningabæklingi Sjálfstæðisflokksins sagði til dæmis að kjósa ætti um málið á kjörtímabilinu. "Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl í fyrra. Í kappræðum á Stöð 2 kvöldið eftir áréttaði hann vilja flokksins til að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. "Og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins," sagði hann þá. Á kynningarfundi um stjórnarsáttmála flokkanna 22. maí talaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson líka um stöðu aðildarviðræðnanna og sagði þeim ekki haldið áfram nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði líka ljóst að hún myndi fara fram. "Að sjálfsögðu kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu en við ákvörðun tímasetningar á henni verður að meta aðstæður," sagði hann. Formenn stjórnarflokkanna voru líka í umfjöllun Fréttablaðsins fyrir kosningar spurðir út í þá stöðu sem upp kynni að koma ef þeir kæmust í stjórn og þyrftu mögulega að stýra lokaspretti aðildarviðræðna við ESB, þvert á eigin stefnu, ef þjóðin samþykkti að ljúka viðræðunum. Báðir kváðu það þá ekki kjörstöðu, en með því yrði að minnsta kosti komið umboð frá þjóðinni. Sigmundur Davíð kvaðst þá þeirrar skoðunar að ekki gerðist þörf á að slíta viðræðum með formlegum hætti, enda væri komið á þeim hlé. Þráðurinn yfði ekki tekinn upp að nýju "nema með umboði frá þjóðinni úr þjóðaratkvæðagreiðslu". Sigmundur kvaðst þá telja að hún gæti orðið snemma á kjörtímabilinu. "Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að við eigum ekki að ganga í Evrópusambandið og greiddi atkvæði gegn umsókn," sagði Bjarni. "En við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það." Úr stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar"Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." ESB-málið Tengdar fréttir Þúsundir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu Hátt í fjögur þúsund manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar um að draga til baka umsókn að ESB. 25. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Samþykkt þingflokka ríkisstjórnarflokkanna á tillögu um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur vakið hörð viðbrögð. Almennur skilningur virðist hafa verið í þá átt að þjóðin fengi að kjósa um áframhald viðræðna. Í ályktunum flokksþings framsóknarmanna í febrúarbyrjun í fyrra kemur þó fram að Framsóknarflokkurinn telji hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Þar segir svo: "Ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Í ályktun utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hans er sambærileg færsla. "Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu," segir þar í kjölfar kafla um nauðsyn þess að tryggja áfram opinn og frjálsan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins, svo sem gert sé á grundvelli EES. Hafi leikið vafi á hvernig túlka bæri þessar ályktanir þá virtust forsvarsmenn flokkanna taka af vafa í aðdraganda kosninganna í fyrravor. Í kosningabæklingi Sjálfstæðisflokksins sagði til dæmis að kjósa ætti um málið á kjörtímabilinu. "Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl í fyrra. Í kappræðum á Stöð 2 kvöldið eftir áréttaði hann vilja flokksins til að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. "Og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins," sagði hann þá. Á kynningarfundi um stjórnarsáttmála flokkanna 22. maí talaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson líka um stöðu aðildarviðræðnanna og sagði þeim ekki haldið áfram nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði líka ljóst að hún myndi fara fram. "Að sjálfsögðu kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu en við ákvörðun tímasetningar á henni verður að meta aðstæður," sagði hann. Formenn stjórnarflokkanna voru líka í umfjöllun Fréttablaðsins fyrir kosningar spurðir út í þá stöðu sem upp kynni að koma ef þeir kæmust í stjórn og þyrftu mögulega að stýra lokaspretti aðildarviðræðna við ESB, þvert á eigin stefnu, ef þjóðin samþykkti að ljúka viðræðunum. Báðir kváðu það þá ekki kjörstöðu, en með því yrði að minnsta kosti komið umboð frá þjóðinni. Sigmundur Davíð kvaðst þá þeirrar skoðunar að ekki gerðist þörf á að slíta viðræðum með formlegum hætti, enda væri komið á þeim hlé. Þráðurinn yfði ekki tekinn upp að nýju "nema með umboði frá þjóðinni úr þjóðaratkvæðagreiðslu". Sigmundur kvaðst þá telja að hún gæti orðið snemma á kjörtímabilinu. "Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að við eigum ekki að ganga í Evrópusambandið og greiddi atkvæði gegn umsókn," sagði Bjarni. "En við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það." Úr stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar"Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu."
ESB-málið Tengdar fréttir Þúsundir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu Hátt í fjögur þúsund manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar um að draga til baka umsókn að ESB. 25. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Þúsundir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu Hátt í fjögur þúsund manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar um að draga til baka umsókn að ESB. 25. febrúar 2014 07:00