Handbolti

Ólafur Bjarki er með slitið krossband

Ólafur Bjarki í leik með Emsdetten.
Ólafur Bjarki í leik með Emsdetten.
Landsliðsmaðurinn Ólafur Bjarki Ragnarsson verður lengi frá eftir að hafa meiðst illa. Ólafur Bjarki er með slitið krossband og þarf að fara í aðgerð vegna meiðslanna. Læknar telja að hann verði frá í um níu mánuði vegna meiðslanna.

Þetta er annað áfallið sem Ólafur Bjarki verður fyrir á skömmum tíma. Hann var á leið á EM í Danmörku en meiddist skömmu fyrir mót og missti þar af leiðandi af ævintýri strákanna okkar á EM.

Ólafur hefur leikið vel fyrir lið sitt Emsdetten í vetur en það situr á botni þýsku úrvalsdeildarinnar og fátt annað en fall blasir við liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×