Handbolti

Róbert og Ásgeir báðir með tvö mörk í sigri Parísar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Róbert Gunnarsson skoraði tvö mörk.
Róbert Gunnarsson skoraði tvö mörk. Vísir/Getty
Franska liðið París Handball vann stórsigur á heimavelli, 35-25, gegn makedónska liðinu Vardar Skopje í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld.

Heimamenn í París voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12, en þeir keyrðu yfir Makedóníumennina í síðari hálfleik og unnu öruggan sigur.

Róbert Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir París í kvöld og það gerði ÁsgeirÖrnHallgrímsson sömuleiðis en hann yfirgefur liðið í sumar og gengur í raðir Nimes.

Franski landsliðsmaðurinn Luc Abalo og Garcia Robledo voru markahæstir hjá París í kvöld með fimm mörk en danska stórskyttan Mikkel Hansen skoraði fjögur mörk.

París hefur þar með lokið öllum tíu leikjum sínum í riðlakeppninni og er öruggt í 16 liða úrslitin. París vann sex leiki, gerði eitt jafntefli og tapaði þremur. Það innbyrti 13 stig og er öruggt með annað sætið í riðlinum á eftir Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×