Brotthlaup einstaka manna fremur en klofningur Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. febrúar 2014 17:01 Birgir segir margt sameina Sjálfstæðismenn. Vísir/Stefán Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, óttast ekki að komi fram klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarflokkanna að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. „Það hefur komið upp á undanförnum árum að einhverjir hafi sagt sig úr flokknum vegna Evrópumála og auðvitað kann eitthvað slíkt að gerast nú. En ég túlka það frekar sem brotthlaup einstaka manna. Ég held að fylgjendur Evrópusambandsaðildar innan Sjálfstæðisflokksins séu ekki einsleitur hópur. Þetta er afar margt annað sem sameinar fólk innan Sjálfstæðisflokksins, “ segir Birgir. Hann segir alltaf hafa verið vitað að ákvörðunin um að draga aðildarumsóknina til baka yrði umdeild. „Þessi ákvörðun er tekin að vel ígrunduðu máli og ætti ekki að koma neinum á óvart. Mér finnst ýmis ummæli sem ég hef heyrt vera úr öllu hófi, miðað við forsögu málsins.“Ummæli hverra? „Ummæli einstaka gagnrýnenda þessarar ákvörðunar. Það hefur auðvitað legið fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn væri flokkur sem er ekki fylgjandi aðild að Evrópusambandinu. Það er mat þingflokksins á þessum tímapunkti, að rétt sé að ljúka viðræðuferlinu með formlegum hætti og ég ítreka það að ákvörðunin var tekin af vel ígrunduðu máli.“En hvað með skýrslu Hagfræðistofnunar? Hefði ekki átt að fara fram lengri umræða um hana áður en aðildarumsóknin var dregin tilbaka? „Tillagan um að draga aðildarumsóknina til baka á eftir að fara í gegnum þinglega meðferð. Menn munu fá tækifæri til þess að tjá sig um skýrsluna og mál tengd Evrópusambandsaðildinni í þeim umræðum.“Skipti skýrsla Hagfræðistofnunar ekki máli í afstöðu þinglfokkanna? „Skýrslan færir fram ný sjónarmið og upplýsingar. Og ákvörðunin um að draga aðildarumsóknina til baka var ekki tekin endanlega fyrr en í gær. En auðvitað hafa menn rætt þessi mál lengi. Skýrslan kann að hafa haft áhrif á afstöðu einhverra.“En eftir að aðildarumsóknin er dregin til baka, hvert stefnir ríkisstjórnin þá í alþjóðasamskiptum? „Auðvitað hugsum sem svo að heimurinn er stærri en Evrópa. En stefna ríkisstjórnarinnar er að eiga sem best samskipti við önnur Evrópuríki í gegnum EES samninginn.“Verður EES-samningurinn tekinn upp og endurskoðaður að ykkar frumkvæði? Menn þurfa stöðugt að vega og meta hvernig EES samningurinn nýtist okkur. Mín skoðun er sú að hann hefur nýst okkur vel en það eru gallar á honum. Gallarnir birtast meðal annars í þeirri þróun sem á sér stað innan ESB nú eru fleiri málaflokkar sem eru tengdir EES-samningnum. Málaflokkunum fer sífellt fjölgandi. Það hefur leitt til þess að það hefur orðið núningur milli EES-samningsins og stjórnarskrárinnar. Í mörgum tilvikum finnst mér það regluverk sem tilheyrir EES gangi of langt í samband við skriffinsku, eftirlit og kostnað fyrir atvinnulíf og einstaklinga. Við reynum að leita leiða til þess að láta gallana ekki spilla fyrir og láta kostina vega sem mest. ESB-málið Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, óttast ekki að komi fram klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarflokkanna að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. „Það hefur komið upp á undanförnum árum að einhverjir hafi sagt sig úr flokknum vegna Evrópumála og auðvitað kann eitthvað slíkt að gerast nú. En ég túlka það frekar sem brotthlaup einstaka manna. Ég held að fylgjendur Evrópusambandsaðildar innan Sjálfstæðisflokksins séu ekki einsleitur hópur. Þetta er afar margt annað sem sameinar fólk innan Sjálfstæðisflokksins, “ segir Birgir. Hann segir alltaf hafa verið vitað að ákvörðunin um að draga aðildarumsóknina til baka yrði umdeild. „Þessi ákvörðun er tekin að vel ígrunduðu máli og ætti ekki að koma neinum á óvart. Mér finnst ýmis ummæli sem ég hef heyrt vera úr öllu hófi, miðað við forsögu málsins.“Ummæli hverra? „Ummæli einstaka gagnrýnenda þessarar ákvörðunar. Það hefur auðvitað legið fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn væri flokkur sem er ekki fylgjandi aðild að Evrópusambandinu. Það er mat þingflokksins á þessum tímapunkti, að rétt sé að ljúka viðræðuferlinu með formlegum hætti og ég ítreka það að ákvörðunin var tekin af vel ígrunduðu máli.“En hvað með skýrslu Hagfræðistofnunar? Hefði ekki átt að fara fram lengri umræða um hana áður en aðildarumsóknin var dregin tilbaka? „Tillagan um að draga aðildarumsóknina til baka á eftir að fara í gegnum þinglega meðferð. Menn munu fá tækifæri til þess að tjá sig um skýrsluna og mál tengd Evrópusambandsaðildinni í þeim umræðum.“Skipti skýrsla Hagfræðistofnunar ekki máli í afstöðu þinglfokkanna? „Skýrslan færir fram ný sjónarmið og upplýsingar. Og ákvörðunin um að draga aðildarumsóknina til baka var ekki tekin endanlega fyrr en í gær. En auðvitað hafa menn rætt þessi mál lengi. Skýrslan kann að hafa haft áhrif á afstöðu einhverra.“En eftir að aðildarumsóknin er dregin til baka, hvert stefnir ríkisstjórnin þá í alþjóðasamskiptum? „Auðvitað hugsum sem svo að heimurinn er stærri en Evrópa. En stefna ríkisstjórnarinnar er að eiga sem best samskipti við önnur Evrópuríki í gegnum EES samninginn.“Verður EES-samningurinn tekinn upp og endurskoðaður að ykkar frumkvæði? Menn þurfa stöðugt að vega og meta hvernig EES samningurinn nýtist okkur. Mín skoðun er sú að hann hefur nýst okkur vel en það eru gallar á honum. Gallarnir birtast meðal annars í þeirri þróun sem á sér stað innan ESB nú eru fleiri málaflokkar sem eru tengdir EES-samningnum. Málaflokkunum fer sífellt fjölgandi. Það hefur leitt til þess að það hefur orðið núningur milli EES-samningsins og stjórnarskrárinnar. Í mörgum tilvikum finnst mér það regluverk sem tilheyrir EES gangi of langt í samband við skriffinsku, eftirlit og kostnað fyrir atvinnulíf og einstaklinga. Við reynum að leita leiða til þess að láta gallana ekki spilla fyrir og láta kostina vega sem mest.
ESB-málið Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira