Körfubolti

Komast Sverrir og Ingi í góðan hóp?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ingi Þór Steinþórsson og Sverrir Þór Sverrisson.
Ingi Þór Steinþórsson og Sverrir Þór Sverrisson.
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eiga báðir möguleika á því að komast í fámennan hóp geri þeir lið sín að bikarmeisturum í dag en þá fara fram úrslitaleikirnir í Poweradebikar karla og kvenna  Snæfell mætir Haukum í bikarúrslitaleik kvenna en hjá körlunum spila Grindavík og ÍR um bikarinn.

Aðeins fjórum þjálfurum hefur tekist að gera bæði karla- og kvennalið að bikarmeisturum og bæði Sverrir Þór og Ingi Þór fá nú sitt annað tækifæri til að bætast í hópinn.

Hópinn skipa núna þeir Einar Bollason (5 sinnum karlalið - 1 sinni kvennalið), Sigurður Ingimundarson (3 sinnum karlalið - 5 sinnum kvennalið), Jón Kr. Gíslason (2 sinnum karlalið - 2 sinnum kvennalið) og Falur Harðarson (1 sinni karlalið - 1 sinni kvennalið).

Sverri tókst ekki að öðlast aðild í fyrra þegar Grindavík tapaði á móti Stjörnunni í úrslitaleik og Snæfellskonur töpuðu undir stjórn Inga Þórs árið 2012. Sverrir gerði kvennalið Njarðvíkur að bikarmeisturum og karlalið Snæfells varð bikarmeistari undir stjórn Inga Þórs árið 2010.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×