Handbolti

Gunnar Steinn hafði betur í Íslendingaslag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Steinn í leik með Nantes.
Gunnar Steinn í leik með Nantes. Vísir/AFP
Gunnar Steinn Jónsson skoraði fimm mörk þegar Nantes vann St. Raphael, 31-27, í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Heimamenn í St. Raphael byrjuðu þó betur í leiknum og náðu mest fjögurra marka forystu í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var þó 15-13, St. Raphael í vil.

Nantes náði svo undirtökunum um miðjan síðari hálfleik og skoruðu átta af tólf síðustu mörkum leiksins.

Arnór Atlason spilaði með St. Raphael í kvöld en náði ekki að skora.

Nantes komst með sigrinum upp fyrir St. Raphael í töflunni en liðið er nú með nítján stig í fimmta sætinu. St. Raphael situr eftir í sjötta sætinu með átján stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×