Handbolti

Dómurunum í „leikhúsi fáranleikans“ ekki refsað | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Evrópska handknattleiksambandið ætlar ekki refsa dómarapari frá Aserbaídjan sem frekar augljóslega hagræddi úrslitum í leik HC Zomimak frá Makedóníu og Århus frá Danmörku í þriðju umferð EHF-bikarsins í lok nóvember á síðasta ári.

Árósaliðið vann fyrri leikinn í Danmörku, 29-26, en tapaði þeim síðari, 33-24, og einvíginu samanlagt, 59-53. Eins og má sjá í meðfylgjandi myndbandi var dómgæslan langt því frá eðlileg og dönsku leikmennirnir lamdir í spað allan leikinn.

„Það er ekki hægt að lýsa því sem þarna gekk á öðruvísi en með því að segja að þetta hafi verið svindl. Það var sorglegt að horfa upp á þetta,“ sagði Erik Veje Rasmussen, þjálfari Århus, eftir leikinn.

„Við vorum fíflin í leikhúsi fáranleikans og við höfðum ekkert að segja um framgang mála. Það hefði mátt gefa að minnsta kosti tíu rauð spjöld í þessum leik.“

Dönsku leikmannasamtökin sendu EHF bréf eftir leikinn og óskuðu svara, að því fram kemur á vef leikmannasamtaka Íslands.

„EHF mun ekki aðhafast frekar hvað varðar dómarana í umræddum leik. Leikurinn var spilaður eftir bókinni,“ var svar evrópska handknattleikssambandsins en íslensku leikmannasamtökin segja niðurstöðuna vera „hneyksli.“

Niðurstaðan kemur dönsku samtökunum ekkert á óvart. „Niðurstaða EHF sannar að trúverðugleiki EHF er enginn. Það sjá allir að þarna er á ferð hagræðing úrslita í sinni verstu mynd. EHF ætlar ekki að refsa dómurunum eða eftirlitsmönnum leiksins. Þetta er sorglegt fyrir okkar íþrótt. EHF verndar ekki íþróttina eins og það ætti að gera,“ segir m.a. í yfirlýsingu dönsku leikmannasamtakana.

Íslensku leikmannasamtökin lýsa yfir stuðningi við kollega sína í Danmörku. „Greinilegt er að í umræddum leik var úrslitum hagrætt, trúverðugleiki EHF er lítill eftir þessa niðurstöðu,“ segir á vef samtakanna.

Hér að ofan má sjá myndbrot úr umræddum leik. Leikmenn danska liðsins eru í appelsínugulum búningum.




Tengdar fréttir

Var dómurunum mútað? | Myndband

Forráðamenn danska liðsins Århus eru æfir af reiði eftir að liðið féll úr leik í EHF-bikarnum á afar vafasaman hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×