„Ég skrifaði ekki þetta bréf“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. mars 2014 10:08 Sigmundur sagði að Evrópumálin hafi verið sett fram af hópi sem hefur í dag yfirgefið flokkinn. visir/gva „Menn hafa verið duglegir við það að gramsa í gömlum pappírum mörg ár aftur í tímann í þessu máli,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í viðtali í Kastljósinu í gær. Þar vísar hann til bréfs sem formaður Framsóknarflokksins sendi frá sér fyrir kosningarnar árið 2009. Fréttastofan hefur nú undir höndum umrætt bréf en þar kemur fram að fordæmi séu fyrir samningi þar sem Íslendingar myndu fá óskorðað forræði yfir auðlindum sínum. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefur nú lagt fram tillögu þess efnis að slíta viðræðunum við Evrópusambandið og hefur þeirri ákvörðun verið harðlega mótmælt við Austurvöll og hafa um 45 þúsund manns skrifað undir á vefsíðunni thjod.is. Þar skora Íslendingar á stjórnvöld að leggja til hliðar tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þetta bréf og þessi afstaða birtist einnig í kosningabæklingi fyrir kosningarnar árið 2009 og kom til umræðu fyrir mörgum árum síðan. Þetta var sett fram af hópi sem hefur í dag yfirgefið flokkinn og var ekki afstaða mín,“ sagði Sigmundur á RÚV í gærkvöldi en eins og sést á bréfinu hér að neðan skrifar hann undir það. „Ég skrifaði ekki þetta bréf og hefur þetta aldrei verið mín afstaða. Það má sjá greinilega í ræðum mínum á flokksþingum árið 2009 og í öllum viðtölum við mig á þeim tíma. Ég hef aldrei verið þeirra skoðunar að hægt væri að fá þessar undanþágur. Ástæðan fyrir því að ég setti fram þá kröfu um að við myndum setja fram þessi skilyrði var sú að þá kæmi strax í ljós að ekki væri hægt að verða við þessum skilyrðum,“ sagði forsætisráðherrann í viðtali í Kastljósinu í gær.Evrópa fyrir okkur öll „Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur markað sér skýra stefnu fyrir aðildarviðræður við Evrópusambandið og skilgreint samningsmarkið þeirra viðræðna. Framsókn hefur sett það sem skilyrði fyrir aðild að fullveldi og óskorað forræði yfir auðlindum þjóðarinnar verði grundvallarkrafa í þeim viðræðum, auk skilyrða sem lúta m.a. að hagsmunum landbúnaðar og sjávarútvegs. Fordæmi eru fyrir slíku í samningum annarra þjóða við Evrópusambandið og því algerlega rangt að halda því fram að þessar kröfur hamli því að af aðildarsamningi geti orðið," segir í bréfinu sem Sigmundur skrifaði undir árið 2009 og sendi til allra kjósenda fyrir hönd Framsóknarflokksins. ESB-málið Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
„Menn hafa verið duglegir við það að gramsa í gömlum pappírum mörg ár aftur í tímann í þessu máli,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í viðtali í Kastljósinu í gær. Þar vísar hann til bréfs sem formaður Framsóknarflokksins sendi frá sér fyrir kosningarnar árið 2009. Fréttastofan hefur nú undir höndum umrætt bréf en þar kemur fram að fordæmi séu fyrir samningi þar sem Íslendingar myndu fá óskorðað forræði yfir auðlindum sínum. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefur nú lagt fram tillögu þess efnis að slíta viðræðunum við Evrópusambandið og hefur þeirri ákvörðun verið harðlega mótmælt við Austurvöll og hafa um 45 þúsund manns skrifað undir á vefsíðunni thjod.is. Þar skora Íslendingar á stjórnvöld að leggja til hliðar tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þetta bréf og þessi afstaða birtist einnig í kosningabæklingi fyrir kosningarnar árið 2009 og kom til umræðu fyrir mörgum árum síðan. Þetta var sett fram af hópi sem hefur í dag yfirgefið flokkinn og var ekki afstaða mín,“ sagði Sigmundur á RÚV í gærkvöldi en eins og sést á bréfinu hér að neðan skrifar hann undir það. „Ég skrifaði ekki þetta bréf og hefur þetta aldrei verið mín afstaða. Það má sjá greinilega í ræðum mínum á flokksþingum árið 2009 og í öllum viðtölum við mig á þeim tíma. Ég hef aldrei verið þeirra skoðunar að hægt væri að fá þessar undanþágur. Ástæðan fyrir því að ég setti fram þá kröfu um að við myndum setja fram þessi skilyrði var sú að þá kæmi strax í ljós að ekki væri hægt að verða við þessum skilyrðum,“ sagði forsætisráðherrann í viðtali í Kastljósinu í gær.Evrópa fyrir okkur öll „Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur markað sér skýra stefnu fyrir aðildarviðræður við Evrópusambandið og skilgreint samningsmarkið þeirra viðræðna. Framsókn hefur sett það sem skilyrði fyrir aðild að fullveldi og óskorað forræði yfir auðlindum þjóðarinnar verði grundvallarkrafa í þeim viðræðum, auk skilyrða sem lúta m.a. að hagsmunum landbúnaðar og sjávarútvegs. Fordæmi eru fyrir slíku í samningum annarra þjóða við Evrópusambandið og því algerlega rangt að halda því fram að þessar kröfur hamli því að af aðildarsamningi geti orðið," segir í bréfinu sem Sigmundur skrifaði undir árið 2009 og sendi til allra kjósenda fyrir hönd Framsóknarflokksins.
ESB-málið Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira