Bæjarfulltrúar hafna botnsætum á lista Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. mars 2014 16:21 Gunnar Einarsson er í efsta sæti listans. Mikil ólga er nú innan Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, vegna fyrirhugaðs framboðslista sem uppstillingarnefnd á vegum flokksins hefur kynnt fyrir frambjóðendum. Í vetur var ákveðið að efna ekki til prófkjörs í Garðabæ. Uppstillingarnefnd var fengin til að setja saman lista. Nefndinni var falið að taka tillit til þess að hafa aldurs- og kynjadreifingu listans sem besta, auk þess sem hún átti að taka tillit til sjálfstæðismanna á Álftanesi, en óttast var að Álftnesingar myndu ekki hljóta nógu gott brautargengi í prófkjöri eftir sameingu sveitarfélaganna tveggja. Hvorki fyrrverandi formaður bæjarráðs Álftaness né forseti bæjarstjórnar munu eiga sæti á lista sjálfstæðismanna, samkvæmt heimildum Vísis. Einnig mun eina konan sem sat í sveitarstjórn fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins á Álftanesi ekki eiga sæti á listanum. Þetta sætir gagnrýni meðal sjálfstæðismanna á Álftanesi. Gunnari Val Gíslasyni, sem gegndi stöðu sveitarstjóra Bessastaðahrepps og síðar Álftaness frá árinu 1992 til 2005, hefur hins vegar verið boðið fimmta sæti á lista uppstillinganefndarinnar. Sturlu Þorsteinssyni, Stefáni Konráðssyni og Páli Hilmarssyni, sem allir sitja í bæjarstjórn Garðabæjar og sóttust eftir sæti ofarlega á listanum var boðið sæti neðarlega á listanum og hafa þeir allir afþakkað sæti sín, samkvæmt heimildum Vísis. Sturlu var boðið áttunda sæti listans og þeim Stefáni og Páli var boðið tuttugasta og tuttugasta og fyrsta sætið. Samkvæmt heimildum Vísis mun Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, skipa efsta sæti listans. Gunnar hefur gegnt embætti bæjarstjóra í níu ár og hefur ekki áður tekið þátt í framboði á vegum sjálfstæðismanna síðan hann var ráðinn bæjarstjóri þann 24. maí árið 2005. Gunnar hefur starfað hjá Garðabæ frá árinu 1980, fyrst sem íþrótta- og tómstundafulltrúi og síðar sem forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs. Í öðru sæti listans verður Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, sem var efst á blaði í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Á morgun munu sjálfstæðismenn í Garðabæ funda vegna listans í Kirkjubóli, safnaðarheimilinu í Garðabæ. Gunnar Einarsson bæjarstjóri neitaði að tjá sig um málið þegar blaðamaður Vísis hafði samband við hann. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Mikil ólga er nú innan Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, vegna fyrirhugaðs framboðslista sem uppstillingarnefnd á vegum flokksins hefur kynnt fyrir frambjóðendum. Í vetur var ákveðið að efna ekki til prófkjörs í Garðabæ. Uppstillingarnefnd var fengin til að setja saman lista. Nefndinni var falið að taka tillit til þess að hafa aldurs- og kynjadreifingu listans sem besta, auk þess sem hún átti að taka tillit til sjálfstæðismanna á Álftanesi, en óttast var að Álftnesingar myndu ekki hljóta nógu gott brautargengi í prófkjöri eftir sameingu sveitarfélaganna tveggja. Hvorki fyrrverandi formaður bæjarráðs Álftaness né forseti bæjarstjórnar munu eiga sæti á lista sjálfstæðismanna, samkvæmt heimildum Vísis. Einnig mun eina konan sem sat í sveitarstjórn fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins á Álftanesi ekki eiga sæti á listanum. Þetta sætir gagnrýni meðal sjálfstæðismanna á Álftanesi. Gunnari Val Gíslasyni, sem gegndi stöðu sveitarstjóra Bessastaðahrepps og síðar Álftaness frá árinu 1992 til 2005, hefur hins vegar verið boðið fimmta sæti á lista uppstillinganefndarinnar. Sturlu Þorsteinssyni, Stefáni Konráðssyni og Páli Hilmarssyni, sem allir sitja í bæjarstjórn Garðabæjar og sóttust eftir sæti ofarlega á listanum var boðið sæti neðarlega á listanum og hafa þeir allir afþakkað sæti sín, samkvæmt heimildum Vísis. Sturlu var boðið áttunda sæti listans og þeim Stefáni og Páli var boðið tuttugasta og tuttugasta og fyrsta sætið. Samkvæmt heimildum Vísis mun Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, skipa efsta sæti listans. Gunnar hefur gegnt embætti bæjarstjóra í níu ár og hefur ekki áður tekið þátt í framboði á vegum sjálfstæðismanna síðan hann var ráðinn bæjarstjóri þann 24. maí árið 2005. Gunnar hefur starfað hjá Garðabæ frá árinu 1980, fyrst sem íþrótta- og tómstundafulltrúi og síðar sem forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs. Í öðru sæti listans verður Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, sem var efst á blaði í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Á morgun munu sjálfstæðismenn í Garðabæ funda vegna listans í Kirkjubóli, safnaðarheimilinu í Garðabæ. Gunnar Einarsson bæjarstjóri neitaði að tjá sig um málið þegar blaðamaður Vísis hafði samband við hann.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira