Handbolti

Lauge frá í sjö mánuði

Rasmus Lauge.
Rasmus Lauge. vísir/bongarts
Danski landsliðsmaðurinn Rasmus Lauge, leikmaður Kiel, spilar ekki handbolta næstu mánuðina því í dag fékkst staðfest að hann hefði slitið krossband.

Daninn verður því frá æfingum og keppni í að minnsta kosti sjö mánuði.

Hann meiddist í leiknum gegn Melsungen um helgina. Strax þá var óttast að hann hefði slitið krossband í hnénu.

Hinn ungi Lauge er tiltölulega nýfarinn af stað eftir meiðsli í hné og ferill hans hjá Kiel fer því alls ekki nógu vel af stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×