Leikkonan Judi Dench mætir ekki á Óskarsverðlaunahátíðina sem byrjar innan stundar.
Judi er tilnefnd sem besta leikkona fyrir frammistöðu sína í Philomena en er stödd á Indlandi að leika í The Best Exotic Marigold Hotel 2.
Judi komst ekki heldur á Golden Globe-hátíðina sem var haldin fyrir stuttu.
Leikkonan hefur verið tilnefnd til Óskarsins sjö sinnum og vann árið 1999 sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Shakespeare in Love.
Mætir ekki á Óskarinn
Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
